Þýðum þennan texta á 2005 íslensku:

Jórdönsk yf­ir­völd hafa boðað harðar aðgerðir á hendur Ríki íslams eft­ir að þau brenndu flug­mann í her lands­ins lif­andi.

Jórdan­ía er eitt nokk­urra ar­ab­a­ríkja sem hafa tekið þátt í loft­árás­um Banda­ríkja­hers á Ríki íslams í Írak og Sýr­landi. Flugmaður­inn, Maaz al-Kass­asbeh, var tek­inn hönd­um af liðsmönn­um Ríki íslams í Sýr­landi á aðfanga­dag er flug­vél hans var skot­in niður. Fjöl­skylda hans krefst þess að sam­tök­un­um verði eytt af yf­ir­borði jarðar.

Morðið á al-Kass­asbeh hef­ur aukið stuðning al­menn­ings í Jórdan­íu við bar­átt­una við Ríki íslams en sam­tök­in hafa lagt und­ir sig stór svæði í Sýr­landi og Írak. 

Í leiðara rík­is­dag­blaðsins, Al-Rai í dag seg­ir að Jórdan­ía muni beita öllu brögðum til þess að vernda gildi sín og sann­fær­ingu. Nú sé liðsmanna glæpa­sam­tak­anna leitað. Ekk­ert hef­ur verið gefið upp um næstu skref en heyrst hef­ur að Jórdan­ía muni jafn­vel taka þátt í land­hernaði á hendur Ríki íslams. Jórd­an­ar hafa ekki tekið þátt í slík­um hernaðaraðgerðum í Miðaust­ur­lönd­um síðan árið 1973 er jórd­ansk­ir her­menn voru send­ir til Sýr­lands þar sem þeir tóku þátt í sam­eig­in­leg­um aðgerðum ar­ab­a­ríkj­anna gegn Ísra­el í Yom Kipp­ur stríðinu.

Abdullah II kon­ung­ur stytti heim­sókn sína til Banda­ríkj­anna eft­ir að mynd­skeiðið af hrotta­legri af­töku Kassa­beh var birt. Hann kom til Amm­an í gær og seg­ir hann að morðsins verði hefnt. Snemma í gær­morg­un tóku Jórd­an­ar tvo íraska fanga, Sajida al-Ris­hawi og Ziad al-Kar­boli, af lífi í hefnd­ar­skyni fyr­ir morðið á flug­mann­in­um.

Á ekk­ert sam­eig­in­legt með íslam­trú

Fjöl­marg­ir tóku þátt í fund­um í Amm­an og borg­inni Karak, heima­borg flug­manns­ins, í gær. Meðal þeirra er faðir flug­manns­ins, Safi al-Kass­asbeh, sem seg­ir liðsmenn Ríki íslams vera hryðju­verka­menn og  heiðingja sem þekki hvorki mann­rétt­indi né mannúð. „Alþjóðasam­fé­lagið verður að sam­ein­ast um að eyða Ríki íslams,“ seg­ir hann.

Ríki íslams hafði boðist til þess að þyrma lífi Kass­asbehs og láta jap­anska blaðamann­inn, Kenji Goto. laus­an gegn lausn Ris­hawi. Svo virðist sem flugmaður­inn hafi verið tek­inn af lífi áður en Ríki íslams lagði fram til­boð sitt. Goto var síðar af­höfðaður.

Ris­hawi, 44 ára, var dæmd til dauða fyr­ir aðild að þrem­ur sam­tengd­um sprengju­til­ræðum í Amm­an árið 2005. Sex­tíu lét­ust í árás­un­um. Hún var ná­tengd ír­ösku sam­tök­un­um sem lögðu grunn­inn að stofn­un Ríki íslams og var hún tal­in mik­il­væg á tákn­ræn­an hátt fyr­ir hryðju­verka­sam­tök­in.

Í kjöl­far dráps­ins á flug­mann­in­um ákváðu Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­in að hætta þátt­töku í loft­árás­um Banda­ríkja­hers. Er það gert í ör­ygg­is­skyni. Aft­ur á móti eru fursta­dæm­in hvergi nærri hætt stuðningi við árás­irn­ar og mik­il­væg­ur hlekk­ur í bar­átt­unni við sam­tök­in, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um AFP úr varn­ar­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna.

Fjöl­marg­ir þjóðarleiðtog­ar hafa lýst yfir hryll­ingi og reiði vegna morðanna á gísl­um Ríki íslams. Meðal þeirra er for­seti Tyrk­lands, Recep Tayyip Er­dog­an, sem seg­ir grimmd Ríki íslams ná út fyr­ir allt og hún eigi ekk­ert sam­eig­in­legt með íslam­trú.

***

Smáatriði, ég veit, en menn töluðu betra mál fyrir 10 árum.


mbl.is Hefndinni hvergi nærri lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband