7.2.2015 | 15:34
Ég man þá tíð er VG réðu einhverju
Katrín Jakobsdóttir, [...] sagði í máli sínu við upphaf flokksráðsfundar Vinstri grænna,[...] mikilvægt að flokkurinn taki upp á sína arma hugtök sem hafa of lengi verið í gíslingu hægri aflanna. Nefndi hún þar hugtökin frelsi, stöðugleika og öryggi.
En hingað til hefur flokkurinn bara ekkert staðið fyrir þessi hugtök.
Má búast við einhverri hægri-sveiflu hjá þeim í framtíðinni?
Frelsið sem hefur verið í einkaeign Sjálfstæðisflokksins um langt skeið.
Svolítið merkilegt, þar sem sá flokkur er nú ekki beint hámark frjálshyggjunnar.
Sjálfstæðisflokknum tókst svo vel að eigna sér frelsisorðið að margar aðrar stjórnmálahreyfinga veiguðu sér við að tala um það,
Það er nú ekki alveg rétt, en hvað um það. Hún heldur það.
sagði Katrín og bætti við að frelsi Sjálfstæðisflokksins hafi hins vegar þróast út í að vera aðeins frelsi hinna fáu og efnamiklu til að maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð á kostnað frelsis fjöldans.
En það hefur einmitt verið stefna allra flokkanna. Svo ég hef séð með eigin aukum, að minnsta kosti.
Eini munurinn er kannski sá að Sjálfstæðisflokkurinn leyfir öðrum en bara örfáum útvöldum að verða auðugir. Flokkur Kötu er hinsvegar mikið á móti því að óflokkstengt fólk eigi eignir.
Sagði hún frelsi fólks til að sækja sér menntunar og heilbrigðisþjónustu við hæfi hins vegar gleymast.
Var hún að rifja það upp núna áðan? Gott, batnandi manneskju er best að lifa.
Sömu sögu er að segja um frelsi fólks til að búa í samfélagi þar sem dagvinnulaun duga fyrir mannsæmandi lífi.
Ég gleðst ef það er hin nýja stefna VG. Það er vissulega mikil stefnubreyting, alveg 180° frá því sem alltaf var, en hey...
Þegar skorið er niður þannig að þjónusta við almenning rýrnar, aðgangur eldri en 25 ára að framhaldsskólamenntun er skorinn niður, gjöld fyrir læknisþjónustu eru hækkuð, fjárfestingar í rannsóknum og nýsköpun eru skornar niður, þannig að framtíðartækifærum í landinu okkar fækkar, þá er verið að skerða frelsi fjöldans til að lifa góðu lífi, sagði Katrín og bætti við að Vinstri græn ættu að taka hugmyndina um frelsi fjöldans og gera það að sínu.
180°.
Vék Katrín sér því næst að stöðugleika. Velti hún upp þeirri spurningu hvort stöðugleiki snerist einungis um að þeir sem eru efnameiri auki hlut sinn enn frekar.
Ja, seinast þegar VG fengu að ráða dró heldur á milli þeirra efnameiri og allra hinna, svo... án þess að ég sé að ætla henni skoðanir, þá er það það sem hún hefur verið að stuðla að.
Hvers vegna veit ég ekki.
Þannig er staðan á Íslandi. Ríkustu 10 prósentin eiga 70 prósent alls auðs. [ ] En snýst skattastefna núverandi stjórnvalda ekki einmitt um að halda því ástandi stöðugu?"
Skattastefna seinustu stjórnar stefndi að því að auka bilið. Og það var að svínvirka. Núna, með nýrris tjórn hefur aðeins létt á þeim sem hafa verðtryggð lán. Þar hjálpar reyndar bensínverðslækkun mikið, það er ekki allt D & B að þakka.
Þá sagði Katrín einnig mikilvægt að endurskoða hugtakið öryggi. Í stað þess að tengja það einvörðungu við hugsanleg vopnakaup lögreglunnar hlyti hugmyndin um öryggi að snúast um að byggja upp friðsamt jafnaðarsamfélag.
Af hverju var hennar fólk þá að panta öll þessi vopn?
Þar sem fólk getur lifað mannsæmandi lífi með aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu og öðrum mikilvægum þáttum. Eða þak yfir höfuðið, sem er það sem unga kynslóðin sér ekki fram á núna.
Af hverju gerði hún og hennar lið ekkert í þeim málum annað en að gera þau verri?
Öryggi hefur nefnilega ekkert með skotvopn eða forvirkar rannsóknarheimildir að gera, sem enn og aftur hefur skotið upp kollinum hjá hæstvirtum innanríkisráðherra, sagði hún.
Jú og nei...
Vopnuð lögregla hjálpar ekkert nauðsynlega, sjá td sum fylki USA, þar sem lögreglan mætir alltaf þegar búið er að myrða alla, og á sama hátt Noreg og Frakkland, þar sem það sama á við.
Og Frakkar hafa haft forvirkar rannsóknarheimildir lengi, en samt... hjálpaði þeim ekkert.
Frelsi hinna fáu til að maka krókinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Tek undir allar þína athugasemdir.
Góður...
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 7.2.2015 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.