17.6.2015 | 14:01
Af hverju ætti hún að aukast?
Segir í niðurstöðunni að í þeim ríkjum þar sem kannabis var lögleitt í læknisfræðilegum tilgangi hafi neysla efnisins þegar verið hærri en annars staðar. Hins vegar hafi lögleiðingin sjálf ekki leitt til aukinnar neyslu.
Allir sem vildu vera skakkir voru það þegar.
Bann leiðir ekkert sjálfkrafa af sér að fólk fari eftir banninu. Heimurinn virkar ekki annig, þó sumir virðist halda það.
Þetta vekur samt að einhverju leiti upp aðrar áhyggjur, því kannabis hefur skaðvæn áhrif...
... hvaða part af þeirra eigin niðurstöðum skildu þeir ekki?
Hlutann þar sem lögleiðing eða bann hefur engin áhrif? Eða eitthvað sem ég kem ekki auga á? Halda þeir kannski að löglegt kannabis hafi verri áhrif en ólöglegt?
...og það ætti að vera algjört forgangsatriði að komast að því hvað það er sem leiðir til neyslu unglinga á efninu, segir Hasin.
1.3% þýðisins (að heimsmeðaltali) er bara svona innstillt.
Í yngstu hópunum kom í ljós að neyslan dróst saman í þeim ríkjum þar sem kannabis var lögleitt.
Ekki spennandi lengur? Endorfínvíma er líka víma.
Telur Hasin ástæðuna vera að það séu minni líkur á að yngstu unglingarnir geri sér grein fyrir því að kannabis sé einnig notað í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum.
Er það ekki að vissu leiti læknisfræðilegur tilgangur að dópa sig upp?
Þetta eru nákvæmlega sömu niðurstöður og fengust eftir að áfengisbanninu var aflétt. Skiftum bara X fyrir Y, og allt er eins.
Valdstjórnarhyggjan er skaðlegri en eiturlyf.
Neysla eykst ekki við læknisfræðilega lögleiðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.