Ef þessi sænska leið er svona frábær, af hverju ekki nota hana meira?

Ég meina þá til dæmis í hinni endalausu baráttu við eiturlyfjaneytendur?

Það væri þá til dæmis ofsalega sniðugt að gera eiturlyfjasölu löglega, en það að kaupa eiturlyf ólöglegt.

**

En að allri alvöru slepptri:

"Fríða (formaður Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands) seg­ist ekki átta sig á því hvernig Am­nesty hygg­ist út­færa vænd­is­markaðinn, eða hvernig sam­tök­in sjái fyr­ir sér að hann verði."

Vill einhver segja Fríðu formanni Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands að Amnesty hafi engin ítök í undirheimum, og hafi þess vegna engin völd til þess að útfæra vændismarkaðinn.


mbl.is Vændi nær þrælahaldi en starfsgrein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sænska leiðin í sambandi við vændi hefur aldrei virkað, hvorki á Íslandi, Svíþjóð né í Noregi. Vændiskaupin minnka ekkert, en verða bara minna áberandi.

Það er ástæðan fyrir því að þessi leið var ekki tekin upp í Danmörku. Lokað var augunum fyrir vændinu en barátta gegn mansali var hert. Það sem vændiskonur í Danmörku kvarta helzt yfir eru femínistarnir, sem fyrirlíta vændiskonurnar líkt og á Íslandi.

Pétur D. (IP-tala skráð) 12.8.2015 kl. 13:52

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef ESB gerir vændi löglegt, verða EES löndin ekki að gera það sama?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 12.8.2015 kl. 16:14

3 identicon

Jóhann, vændi er þegar löglegt í fjölmörgum ESB-ríkjum. Í Þýzkalandi og Hollandi borga vændiskonurnar meira að segja tekjuskatt.

Pétur D. (IP-tala skráð) 12.8.2015 kl. 18:57

4 identicon

Og þá hafa þær aðgang að heilbryggðiskerfinu og síðarmeir lífeyribætur.

Margfallt tryggara og heilgryggðar líf með jöfnum læknisskoðunum. Þær geta þá kært líkamsárásir sem þær hafa ekki tök á í dag.   Vændi hefur ekkert minkað í Svíþjóð.  Sænska kerfið er sænskt prump.

Vændiskonur í Svíþjóð bóka viskipavini sína í gegn um síma og fá kúnna í gegn um kúnna. Og viðskiptin fara fram í heimahúsi.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.8.2015 kl. 22:43

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Af hverju heldur formaður kvenréttindafélagsins að Amnesty stjórni vændi í heiminum?

Ásgrímur Hartmannsson, 13.8.2015 kl. 18:25

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það var ekki spurningin hvort væri betra eða að vera með löglegt vændi eða banna það, og mér er nokkurn veginn sama hvort heldur er, enda kem ég ekkert til með að nota þjónustu vændiskvenna.

Spurningin er, ef ESB lögleiðir vændi og setur það inn í regluverk ESB, verða þá EES löndin að lögleiða vændið?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.8.2015 kl. 18:40

7 identicon

"Spurningin er, ef ESB lögleiðir vændi og setur það inn í regluverk ESB, verða þá EES löndin að lögleiða vændið?"

Aðeins ef það verður gefin út tilskipun frá framkvæmdastjórninni þess efnis.

Pétur D. (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 21:06

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þakka þér Pétur.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.8.2015 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband