"Ók gegn rauðu ljósi?"

... ha?

Þú meinar þá að hann hafi farið yfir á rauðu?

Allt er ekki "gegn" öllu, þó vinsælt sé að halda það.

Fyrir svona 10 árum voru aðallega íþróttalið sem spiluðu gegn hvort öðru.  Semsagt, voru hvort á móti öðru.

Nú, eins og ég var að segja, er allt gegn öllu.  Ætli það endi ekki á því að maður vakni gegn morgninum, borði gegn morgunmatnum, labbi gegn vinnunni og fari svo gegn heim?  Alltso þegar kemur að hvað það varðar, eins og menn nú segja.

Ekki er allt kjaftæðið eins.


mbl.is Slapp með tvöfalt manndráp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það að fara yfir á rauðu ljósi þýðir að þú þarft að aka á móti rauða ljósinu.

Það er því hárrétt málnotkun að segja að þú hafir ekið gegn rauðu ljósi.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 14.9.2015 kl. 19:18

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mál sem ég hef engan heyrt nota.

Það hefur loðað við fréttir almennt að þar er annað málfar en meðal almennings - þá meina ég þess fólks sem ég hef hitt og talað við - aldrei heyrt neinn tala svona.

Svo er eins og orðaforðinn minnki með tímanum.  Sem færir okkur aftur að þessari orðnotkun að aka gegn ljósinu.

Menn taka ekki lyf við neinum pestum lengur - heldur *gegn* pestum.

Enginn beitir neinn ofbeldi lengur.  Nú þurfa allir að beita ofbeldi *gegn* hver öðrum.  Ekki er mér fullljóst hvernig það fer fram.

Ef hljómsveitin "Á móti sól" væri að byrja í dag héti hún "Gegn sól."

Svo rak ég augun í það í frétt um daginn að einhverjir pésar væru að nauðga fólki gegn öðru fólki.  Það var mjög spes.

Svo gefa menn til kynna að setning endi með því að tyggja frasann "hvað það varðar."

Það mætti búa til einskonar "frúin í Hamborg" leik úr þessu.  Segðu "gegn,"  "alltso," "þegar kemur að," eða "varðandi," og þú færð mínus stig og þarft að drekka tvöfaldan gin með engu og snúa þér þrjá hringi. 

Ásgrímur Hartmannsson, 14.9.2015 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband