26.9.2015 | 16:45
Heimurinn væri verri án Japana
Fyrirtækið sem framleiddi málglaða vélmennið Pepper sér ástæðu til að minna viðskiptavini sína á að þeir megi ekki stunda kynlíf með vélmenninu.
Regla 34. þeir þekkja hana.
Þrátt fyrir ærinn tilkostnað er ekki hægt að nota þetta 120 sentímetra háa vélmenni utandyra eða til að valda fólki skaða.
Er ekki hægt að henda því í fólk eða nota það fyrir barefli?
Jú víst, held ég.
Aðrar greinar notendaskilmálanna banna að vélmennið sé notað til að senda ruslpóst en kynlífsbannið er það sem hefur vakið mesta undrun...
Aftur, regla 34.
Hafa ber í huga að margir Japanir hafa séð Chobits... og sennilega Cherry 2000 líka.
Fyrirtækið segir að sóðaleg hegðun gagnvart vélmenninu gæti haft í för með sér refsiaðgerðir,
... þær eiga eftir að vera brilljant.
Talsmaður fyrirtækisins sagði engu að síður að það væri alveg stranglega bannað að breyta rödd vélmennisins þannig að hún væri meira kynæsandi.
Fyrir suma þarf engu að breyta. Regla 34.
Mega ekki stunda kynlíf með vélmenninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.