1.10.2015 | 15:41
Þau eru líka bara loforð.
Þau markmið sem ríki heims hafa sett sér um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fram að þessu þýða að hnattræn hlýnun stefnir í 2,7°C
Góðar fréttir, en... byggt á hverju?
Síðan hvenær getur mannkyn stjórnað veðrinu? Það hefði komið sér vel að vita þetta á 14 öld.
Samkvæmt nýrri greiningu Climate Action Tracker (CAT), sem er tól sem nokkrar rannsóknarstofnanir hafa útbúið til að reikna út áhrif loftslagsaðgerða á vænta hlýnun jarðar,
Nýtt fyrir mér. Og þeir þykjast geta spáð í veðrið út frá því hve miklum kolum Kínverjar brenna?
nauðsynlegt sé að halda hlýnuninni innan við 2°C til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinganna.
Sem væri... að byggilegt yrði á Grænlandi aftur? Skógar yfriþyrmdu mið-Ameríku... aftur.
Hlýja og gróðursæld, þvílík skelfing.
Til þess að ná markmiðinu um að takmarka hlýnun við 2°C
Þið tönnlist á því eins og það sé eitthvað öruggt. Hvað eru menn annars að reyna að hóta mér með batnandi tíð?
Bill Hare, einn þeirra sem starfa við CAT, segir við AFP-fréttastofuna að ólíklegt sé að framlög þeirra landa sem enn hafa ekki inn skilað inn markmiðum sínum muni verða til þess að 2°C markmiðið náist.
Kannski veit hann að veðrið stórnast líka af mikilvægari utanaðkomandi þáttum.
Hver fjármagnar þetta allt annars? Er í alvöru svona mikill peningur í að braska með kolefnislosunarheimildir?
Hlýtur að vera.
Fyrirheitin hrökkva ekki til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.