En með semingi.

Þvílíkar kvaðir eru á þessu hjá þeim.

"Lög þessi gilda um stað­göngumæðrun í velgjörðarskyni."

Er enn að bíða eftir lögum um "stað­göngumæðrun í hagnaðarskyni."  Hvað er vandamálið?

"Ráðherra skipar nefnd um stað­göngumæðrun í velgjörðarskyni til fjögurra ára í senn."

Hvers vegna?

"Hlutverk nefndarinnar er að veita leyfi til stað­göngumæðrunar í velgjörðarskyni."

Ah... stjórn.  Auka bögg fyrir fólk.  Þetta venjulega.

"Við stað­göngumæðrun í velgjörðarskyni er skylt að nota kynfrumu frá að minnsta kosti öðru væntanlegra foreldra, eftir því sem við á."

Þarf þetta?  Var þetta ekki hugmyndin allan tímann?  Eða er ég að misskilja eitthvað?

Halda þeir kannski að einhver sé að fara að búa til einskonar útúngunarstöð?  Halda menn að það sé hætta á því?  Vegna þess að... ?

"Ein­göngu er heimilt að nota gjafakynfrumu við stað­göngumæðrun hjá einhleypum einstaklingi eða ef frjósemi annars væntanlegs foreldris er skert,"

Ríkið skilur ekki merkingu orðsins "einhleypur."

"Við stað­göngumæðrun í velgjörðarskyni er óheimilt að nota kynfrumur stað­göngumóður,"

Það hefði vissulega gert prósessinn einfaldari... en á sama tíma hefði verið um að ræða svolítið annað... nefnilega að til hefði orðið "stjúpforeldri."

" Við stað­göngumæðrun í velgjörðarskyni skal nota stýrðan meðferðarhring við uppsetningu fósturvísis."

I have no idea what the fuck that means.

Ríkið...

Maður þarf asperín eftir að hafa lesið lögin stundum.


mbl.is Staðgöngumæðrun verði leyfð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er óskiljanlegt að lögin skuli ekki vera einfaldari og stuðst að öðru leiti við huglægan skilning þinn á hugtökum og tilgangi laganna. Þeir gætu þá bara hringt þegar vafamál koma upp.

Vagn (IP-tala skráð) 13.10.2015 kl. 21:21

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Lög skulu vera skýr.  Ef þau eru það ekki býrðu ekki í réttarríki.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.10.2015 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband