Þeir ætti að selja frökkum eitthvað af þessu

Þá vantar, hef ég tekið eftir.

Reyndar sýnist mér líka að kaninn mætti alveg dreifa eigin eignarhluta betur milli þegnanna.  Ég fæ ekki betur séð að þeir séu latir og/eða illa græjaðir til að skjóta á móti.

"Byssu­of­beldi og eign í Banda­ríkj­un­um er for­dæma­laus á meðal þróaðra landa heims..."

Sem eru?  Skilgreiningin á "þróuðu landi" er?  Er Brazilía ekki þróað land?  En S-Afríka?

Það að kaninn geti beitt sínu ofbeldi með skotvopnum er náttúrlega tákn um ríkidæmi.  Byssur kosta.  Án peninganna væru menn að berja hver annan í hel með lurkum.

Án þess að ég sé neitt að draga úr skemmtanagildi þess að berja fólk með lurk, ég veit allt um hversu ljúft það er, fyrir líkama og sál.

Þess sem beitir, ekki þann sem fyrir verður sko.

"...en lífi tuga þúsunda Banda­ríkja­manna lýk­ur með byssu­kúlu á hverju ári."

Come on: tölur.  Google er til. Efstu 4, þú þekkir þetta.

"Þrátt fyr­ir nokkuð al­menn­an stuðning við hert­ar regl­ur um byssu­eign ..."

Hér á landi kannski.  Meðal okkar nazistanna.  Ekki svo mjög í USA.  Þar er þetta meira svona 50/50.

"Árið 2013 lét­ust um 500 manns í þess lags fjölda­morðum sam­kvæmt víðustu skil­grein­ingu á hug­tak­inu."

Samkvæmt víðustu skilgreiningu eru framin 30% fleiri morð í Bretlandi en upp er gefið.  Vegna þess að þeir telja ekki með þau sem ekki leysast, og manndráp af gáleysi, í sjálfsvörn osfrv.

Ef kaninn myndi telja eins og bretinn væru þar framin 2.7 morð/100K íbúa, en ekki 4.7/100K.

"Því til viðbót­ar sviptu hátt í 21.200 Banda­ríkja­menn sig lífi með skot­vopni."

Hefði verið betra ef þeir hefðu hengt sig?  Hvernig?

"Or­sök­in er meðal ann­ars sú að vopna­eign í Banda­ríkj­un­um er for­dæma­laus á meðal þróaðra ríkja,"

Orsök hvers?

Að fólk drap sig?  Efa það.

Að fólk drap aðra?  Efa það meira.

"Rann­sókn­ir sýna að eft­ir því sem byss­ur er fleiri því meiri séu lík­urn­ar á dauðsföll­um af völd­um þeirra."

Rannsóknir hafa sýnt að eftir því sem reiðhjól eru fleiri, því fleiri dauðsföll eru af völdum þeirra.  Engin reiðhjól = engin reiðhjóladauði.

Sama gildir um allt.  Það sem ekki er, það drepur þig ekki.

"Í ljósi gríðarlegs fjölda skot­vopna í Banda­ríkj­un­um þarf því eng­an að undra að ekk­ert ríki heims kemst með tærn­ar þar sem Banda­rík­in hafa hæl­ana í fjölda morða sem fram­in eru með skot­vopn­um."

... þú varst semsé ekkert að rannsaka það neitt nánar?  Bara gleyptir upp eftir einhverjum vafasömum vefmiðli.  Eitthverju VOX, sem er svona ámóta trúverðugt fyrirbæri og MBL.is.

Líttu aftur.  Google getur stundum verið vinur þinn.

Mörg (fleiri en 3) lönd hlaupa hringi í kringum USA í þessum geira.

"Marg­ir Banda­ríkja­menn virðast gera sér grein fyr­ir þessu vanda­málið..." (sic)

Fleiri en 3.

"Þeir sem vilja tak­marka aðgengi að skot­vopn­um séu þeirr­ar skoðunar af al­menn­um vilja til að fækka of­beld­is­glæp­um."

Þá eru þeir að fara rangt að því.

Byssur, nefnilega, verandi hlutir, valda ekki ofbeldi, eða glæpum.

Maður vill ekki bandaríkjamönnum svo illt að hafa af þeim vopnin.  Þeir búa í fjölmenningarsamfélagi, sjáið til.

Og sjáíð bara hvað gerist í hvert skifti sem ríkið reynir að fækka vopnum í almannaeigu. 

Aftur... research.


mbl.is Blóðdropinn sem fyllir mælinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband