27.2.2016 | 00:21
Sama dellan alltaf
*Maðurinn sem myrti þrjár manneskjur og særði sautján í skotárás í Kansas í gær hafði skömmu áður verið dæmdur í nálgunarbann.
Það virkaði greinilega fullkomlega.
*Árásinni lauk þegar lögreglan skaut byssumanninn til bana.
Þurftu þeir að bíða eftir að lögreglan reddaði þessu? Það er alltaf verið að segja mér að allir bandaríkjamenn hlaupi um vopnaðir byssum. Getur verið að það sé lygi?
*Hún var gerð innan við viku eftir að leigubílstjóri í Kalamazoo-sýslu í Michigan skaut sex manns til bana, að því er virðist handahófskennt.
Enginn skaut á móti þá heldur. Hvar eru allar þessar byssur eiginlega geymdar?
*Hann var með langa sakaskrá, þar á meðal fyrir ólöglega byssueign.
Hefðu lög stöðvað hann? Svona jafn mikið og lög Bítlanna, grunar mig.
*Um 30 þúsund manns deyja á ári hverju af völdum byssuofbeldis í Bandaríkjunum.
Rrrrriiiight. Heimildir takk. Flettu þessu upp hjá CDC eða FBI, svona til dæmis.
![]() |
Hafði verið dæmdur í nálgunarbann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Já þessi tala er ekki rétt. Eða jú þegar sjálfsvíg eru tekin með. En það er ekki rétt að setja þau inn í þessa umræðu. Fólk sviftir sig lífi hér með skotvopnum á hverju ári en það er ekki sett inn í tölur um vopnaða glæpi auðvitað
ólafur (IP-tala skráð) 27.2.2016 kl. 15:39
Þessi tala hefur aldrei verið rétt. Og það er vitað. Og það er ekkert mál hreinlega að gúgla rétta tölu. Eða tékka á wikipediu. (eða CDC & FBI ef menn þurfa að vera með stæla. Svo eru álpappahatts-týpurnar sem trúa ekki á FBI) En alltaf er hún nefnd.
Þetta er áróður, sem er verið að halda að okkur, og í hvert skifti dregur hann úr trúverðugleika MBL. (Ekki það að hann sé mikill núorðið.)
Ásgrímur Hartmannsson, 27.2.2016 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.