27.2.2016 | 19:07
Missir í þeim
*Aðalfundur Hægri grænna samþykkti einróma á aðalfundi sínum í dag að leggja flokkinn niður og ganga til liðs við nýstofnaðan stjórnmálaflokk, Íslensku Þjóðfylkinguna.
Gátu þeir ekki valið aðeins minna krípí nafn á þennan flokk sinn?
*ÍÞ vill m.a. standa vörð um sjálfstæði Íslands, taka upp ríkisdal og hafnar hugmyndinni um fjölmenningu á Íslandi.
Skifta út einni krónu fyrir aðra eins...
*Flokkurinn vill ennfremur Ísland úr Schengen,
Ágæt hugmynd. Nema við viljum að Grikkir ráði því hverjir komast hingað.
*stórefla löggæslu,
Þeir eru ekki að skora nein stig fyrir þá hugmynd hérna megin. Til hvers? Hverju á það að skila?
*almenna skuldaleiðréttingu
Þætti gaman að sjá áætlunina.
*en er alfarið á móti því að moskur verði reistar á Íslandi.
Það er vit í því.
*Það eru margir ekkert ánægðir með hvernig fjármálakerfið hefur yfirtekið þjóðfélagið.
En það kaus fólk. Vísvitandi. Fólk vill ekki sjá frjáls viðskifti.
*Það eru margir eru heldur ekki ánægðir með það hvernig það virðast vera lausatök á t.d. þessum flóttamannamálum.
No shit? Ég hef ennþá ekki hitt neinn sem skilur hvað ríkið er að pæla. Hef heyrt af fólki sem vill hafa þetta svona, en aldrei hitt það.
*Við höfum miklar áhyggjur af því að það verði annar skellur hérna, segir Helgi...
Ég er hissa á að hann skuli enn ekki hafa komið.
*Grunnstefna flokksins er einstaklingsfrelsi, takmörkun ríkisafskipta, gagnsæan sjálfbærann ríkisrekstur (báknið BIRT), beint lýðræði, náttúruvernd, friðsöm og haftalaus milliríkja viðskipti.
Flest frekar nýir og framandi hlutir hér á landi. Þeir keppa við pírata í beina lýðræðinu, alla hina flokkana í náttúruvernd. Allt hitt eru nývirki.
*Málefni öryrkja og aldraða eru ætíð í fyrirrúmi og stefnt skal að útrýmingu fátæktar á Íslandi, segir í grunnstefnunni.
Þetta held ég að sé í grunnstefnu allra. Í praxís er stefna allra að stuðla að örorku og viðhalda fátækt. Viljandi eða fyrir heimsku sakir, veit ekki hvort.
*Þá vill flokkurinn stórefla löggæslu, landhelgis - og tollgæslu og auka þátttöku Íslands í eigin vörnum.
Þetta er það sem ég set mest fyrir mig.
Fyrir mæer mega þeir draga enn meir úr löggæzlu, leggja tollinn niður og senda alla í landhelgisgæzluna, sem er alveg í svelti núna.
*Flokkurinn vill ennfremur upptöku nýrrar myntar (ríkisdal) sem tengd verði Bandaríkjadal og afnám verðtryggingar.
Þá þyrfti hagstjórnin að vera góð hérna. Sem hefur ekki verið raunin nokkurntíma.
*Einnig vill flokkurinn að reglur um fjármálafyrirtæki verið stórhertar
Harðar reglur, eða góðar?
Harka eða gæði, ekki það sama.
*ÍÞ er hins vegar alfarið á móti því að moskur verði reistar á Íslandi. Flokkurinn vill að bann verði lagt við búrkum, umskurði kvenna af trúarlegum ástæðum og skólum íslamista á Íslandi. Þá hafnar flokkurinn hugmyndinni um fjölmenningu á Íslandi en styður öflugar aðgerðir til aðlögunar þeirra sem setjast hér að.
Það mætti halda að þeir hafi verið að fylgjast með atburðum úti í heimi.
Hægri grænir heyra sögunni til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Ja hérna? Þetta hljómar eins og evróvision-loforðasöngvakeppni-plan ábyrgðarlausra kauphallarkeyptra aktivista? Hvers vegna eru þessir einstaklingar ekki löngu byrjaðir á hugsjónaframkvæmdunum, í sjálfboðavinnu fyrir samfélagsréttlætið?
Þurfa þeir að bíða með góðverkin þangað til þeir komast í klíkustjórnir Frímúrara-stúkustýrðu ráðuneytin, til að "fórna" sér og sínum störfum fyrir flokksklíku-"hugsjónina", sem á að bjarga almenningi?
Þetta er undarleg "hugsjóna"-tilkynning, svo ekki sé meira sagt.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.2.2016 kl. 20:05
Gott ef allir vitleysingarnir geta nú sameinast í einni fylkingu.
Jói Jóns (IP-tala skráð) 27.2.2016 kl. 21:13
Jói, flestir vitleysingarnir eru nú í Samfylkingunni, BF og Vinstri grænum. Svo eru einstaka bjánar hingað og þangað í hinum flokkunum, sem eru á þingi.
Aztec, 27.2.2016 kl. 21:48
Hver kaus bankastjórnir og lífeirssjóðastjórnir, sem komast upp með að hertaka ríkisstjórnir og þjóðkjörin þing?
Hver kaus forseta Hæstaréttar Íslands?
Hver kaus Frímúrara-lögfræðinganna svikavef og blekkingar?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.2.2016 kl. 22:20
Anna, ekki er allt samsæri frímúrara.
Ásgrímur Hartmannsson, 28.2.2016 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.