7.8.2016 | 21:58
Minnir mig á Alistair MacLean
Í þýðingu Andrésar. Man ekki hvers son hann var, en hann var eini Andrésinn sem þýddi Alistair MacLean.
Það var sko náungi sem kunni fá orð, en ef hann vantaði þau, bjó hann þau bara til. Ég sé fyrir mér mann, nýskriðinn úr torfkofa, með kesju í hendi, sem mætir í bæinn til þess að fá þar atvinnu sem er borguð með bréf-peningum en ekki vaðmáli eða kindum. Hann hittir þar fyrir herinn, sem kennir honum hrafl í engilsaxnesku, og þegar hann hefur áttað sig nokkurnvegin á því fer hann að dunda sér við að þýða.
Eða það held ég að hafi gerst.
Allar hans þýðingar eru þess virði að vera lesnar, enda augljóst að þar þýðir maður sem veit ekkert um það sem hann er að þýða. Alistair MacLean er of Sci-Fi fyrir hann.
Og við fáum orð eins og "sólbirtugleraugu," "skotbyssa," og hinn frábæra "sjálfvirka ökubúnað."
Nei, þetta er ekki úr Tom Swift.
Það er meira, ég get lofað því.
Nú eru semsagt þarna einhverjir franskir smábófar með "sjálfvirkar hríðskotabyssur," alveg eins og maður myndi búast við frá MacLean í gegnum Andrés þýðanda.
Skemmtilegt.
Skotnir til bana um hábjartan dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.