Minnir mig į Alistair MacLean

Ķ žżšingu Andrésar.  Man ekki hvers son hann var, en hann var eini Andrésinn sem žżddi Alistair MacLean.

Žaš var sko nįungi sem kunni fį orš, en ef hann vantaši žau, bjó hann žau bara til.  Ég sé fyrir mér mann, nżskrišinn śr torfkofa, meš kesju ķ hendi, sem mętir ķ bęinn til žess aš fį žar atvinnu sem er borguš meš bréf-peningum en ekki vašmįli eša kindum.  Hann hittir žar fyrir herinn, sem kennir honum hrafl ķ engilsaxnesku, og žegar hann hefur įttaš sig nokkurnvegin į žvķ fer hann aš dunda sér viš aš žżša.

Eša žaš held ég aš hafi gerst.

Allar hans žżšingar eru žess virši aš vera lesnar, enda augljóst aš žar žżšir mašur sem veit ekkert um žaš sem hann er aš žżša.  Alistair MacLean er of Sci-Fi fyrir hann.

Og viš fįum orš eins og "sólbirtugleraugu," "skotbyssa," og hinn frįbęra "sjįlfvirka ökubśnaš."

Nei, žetta er ekki śr Tom Swift.

Žaš er meira, ég get lofaš žvķ.

Nś eru semsagt žarna einhverjir franskir smįbófar meš "sjįlfvirkar hrķšskotabyssur," alveg eins og mašur myndi bśast viš frį MacLean ķ gegnum Andrés žżšanda.

Skemmtilegt.


mbl.is Skotnir til bana um hįbjartan dag
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband