23.9.2016 | 17:08
... fyrir hvað?
"Hælisleitendur er annar flokkur flóttamanna sem stöðugt sækir til landsins og er samansettur mest af ungum karlmönnum sem koma hingað vegabréfalausir. Með nýsamþykktum lögum útlendinga eru skilaboð Alþingis skýr til þessa hóps og er að skila sér. Árið 2014 var fjöldi hælisleitenda 175 en áætlaður fjöldi hælisleitenda verður 700 á yfirstandandi ári, eða 98% aukning frá fyrra ári. Dvalargjöld hælisleitenda, sem ekki fær úrlausn mála sinna, er 7.800 krónur á dag, eða 234.000 krónur á mánuði. 2,8 milljónir á ári. En lágmarksellilífeyrir er þessa dagana 212.766 krónur, sagði Ásmundur.
Þá heyrðist hrópað úr þingsal: Skammastu þín!"
Hvað er svo skammarlegt við að benda á þetta? Vissu þetta ekki allir? Var þetta eitthvað til þess að pukrast með?
Hvers vegna?
Eða má bara almennt ekki ræða svona fyrir frama sumt fólk?
Sem er hið versta mál, því þetta er *ríkis* mál. Það er svolítið mikið hörmulegt ef ríkið má ekki fjalla um málefni ríkisins opinberlega.
Flestir aðlagast vel og mikilvægt að fólk aðlagist samfélaginu og verði þátttakendur í atvinnu- og menningarlífi, sagði þingmaðurinn.
Það eru náttúrlega bara einhverjir hægri-öfgamenn sem hafa slíkar vonir.
Eða hvað?
Virðulegur forseti, eitt þúsund og tvö hundruð milljónir er það sem myndi kosta að reka skurðstofu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum, en þar er engin skurðstofa eða fæðingarhjálp að hafa, sagði Ásmundur, en ljóst var að margir þingmenn í salnum voru ósáttir við málflutning Ásmundar.
Sumir þurfa að skammast sín, og það er ekki Ási Friðriks.
Steingrímur J. Sigfússon[...]: Maður spyr sig, hvaða tilgangi á svona málflutningur að þjóna. Útmála það hversu hratt útgjöld séu að aukast vegna þess að við - að okkar litla leyti - erum að takast á við þann risavaxna vanda sem við er að glíma varðandi flóttamenn og landlaust fólk um veröld víða,
Auðvitað er honum drullusama um ríkisútgjöld, hans velferð er tryggð af ríkinu þó skattgreiðendanna sé það ekki.
...sagði Steingrímur og spurði hvort Ásmundur væri nýr talsmaður Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokki í kjölfar sigurs í prófkjöri í Suðurkjördæmi.
Við getum bara vonað.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, gagnrýndi Ásmund einnig harðlega. Enginn málflutningur er eins ömurlegur og forsmár eins og að stilla saman tveimur hópum samfélagsins gegn hvor öðrum í stað þess að horfast í augun við, að það er ástæða fyrir því að þeir sem eru aldraðir, veikir eða öryrkjar þurfa að búa við erfið kjör, sagði Birgitta.
Síðan hvernær eru hælisleitendur "hópur samfélagsins?" Og afhverju eiga þeir, algjörlega utanaðkomandi og óviðkomandi, að búa við betri kjör en aldraðir, veikir eða öryrkjar?
Hans málflutningur [Ásmundar] er nákvæmlega eins og málflutningur þeirra sem vildi ekki taka á móti gyðingum í neyð og sendu þá til baka.
Einn tveir og... GODWIN!
Skammastu þín! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.