Betri hugmyndir

  • Hag­ur millistétt­ar­inn­ar verði bætt­ur enn frek­ar; neðra skattþrep verði lækkað veru­lega og per­sónu­afslátt­ur verði út­greiðan­leg­ur

Hvað með: engin skattþrep?  Fólk fær bara öll launin útborguð, og ríkið getur takið VSK í staðinn.  Hann má þá alveg vera 20-25%, vegna þess að allir eru skyndilega með 70-80% hærri útborguð laun.

  • Pen­inga­stefn­una skal end­ur­skoða, raun­vext­ir á Íslandi þurfa að end­ur­spegla breytt­an efna­hags­leg­an veru­leika

Einmitt.  Þegar vextir eða peningastefna á Íslandi fara að endurspegla einhverja þekkjanlega útgáfu af raunveruleikanum þá verð ég ansi hissa.

  • Lág­marks­líf­eyr­ir aldraðra verði 300 þúsund krón­ur á mánuði og fylgi lág­marks­laun­um á al­menn­um vinnu­markaði

Hver er hann nú?

  • Byggður verði nýr Land­spít­ali á nýj­um stað og fram­lög til heil­brigðis­stofn­ana um allt land auk­in

Hann þarf að vera skammt frá flugvellinum.  Verður slæmt ef völlurinn verður fluttur (og dýrt.  Peningsr til þess að færa flugvelli rigna víst af himnum ofen, er mér sagt.)

Heilbrigðiskerfið þarf svo bara að reka betur.

Man einhver hvernig Landakot var sett á hausinn?  (Eða veit það?)

  • Tann­lækn­ing­ar aldraðra verði gjald­frjáls­ar og hjúkr­un­ar­rým­um fjölgað um allt land

Menn byrjaðir að taka eftir að aldraðir halda tönnunum lengur?

  • Taka skal upp komu­gjald á ferðamenn sem nýtt verður til innviða

Sjá púnt 1 hér að ofan: ferðamenn geta bara borgar VSK eins og allir aðrir.  Þeir munu vera talsvert fleiri en innfæddir, og ættu því að skila inn ansi miklum arði, þó ekkert verði heimtað af þeim sérstaklega.

  • Fæðing­ar­or­lof verði 12 mánuðir og greiðsluþak hækkað í 600 þúsund krón­ur, barna­bæt­ur hækkaðar og barna­föt verði án virðis­auka­skatts

"Greiðzluþak?"

  • Hluta náms­lána verði breytt í styrk og sér­stök áhersla lögð á að styrkja iðn- og verk­nám

Sjáum til hvernig það gengur.

  • Skoðað verði hvort beita megi skattaí­viln­un­um til fyr­ir­tækja og ein­stak­linga á efna­hags­lega veik­um svæðum á lands­byggðinni

Það er hægt að gera þetta á ódýran, praktískan hátt.  Glætan að það verði raunin.

  • Unnið skal eft­ir sókn­aráætl­un í lofts­lags­mál­um sem er að fullu fjár­mögnuð til næstu þriggja ára í sam­ræmi við skuld­bind­ing­ar Íslands í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu

Illa lýst mér á þá hugmynd.  Sem bendir eindregið til að hún sé sú líklegasta til að ganga í gegn af öllum þessum hér að ofan.

Þetta verður íþyngjandi fyrir alla og mun trúlegast búa til áður óþekkta mengun handa okkur líka.

Svipað eins og þessar ívilnanir vegna dísel.

  • Aðstoða ungt fólk með úrræðinu Fyrsta fast­eign og öðrum aðgerðum í hús­næðismál­um – leigu­íbúðir og fjölg­un náms­mann­a­í­búða

Þetta væri auðveldara og áhrifaríkara að gera með því einu að vinda ofanaf ofreglingi sem gerir það flókið og dýrt að smíða.

Þannig lagast þetta af sjálfu sér.

Vandinn verður ekki leystur af ríkinu, vandinn *er* ríkið.


mbl.is Til í samstarf á grunni félagshyggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband