10.4.2017 | 15:35
Þið eruð ein, því það er bara hugsað til ykkar
Af vinstri-öfga fréttaveitunni MBL.is:
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2017/04/10/hofdu_margoft_varad_vid_honum/
"Ég hef bara beðið eftir því að þetta gerðist. Ég hef tilkynnt hann aftur og aftur, er haft eftir ónafngreindum einstaklingi í frétt norska ríkisútvarpsins NRK sem þekkt hefur 17 ára hælisleitanda, sem handtekinn var í Ósló, höfuðborg Noregs, aðfaranótt sunnudagins með heimatilbúna sprengju í fórum sínum, frá því að hann kom til landsins.
Fram kemur í frétt NRK að fólk sem þekkir til unglingsins hafi ítrekað haft samband við yfirvöld og lýst áhyggjum sínum af öfgafullum skoðunum hans.[...] Unglingurinn var liðtækur íþróttamaður og stundaði meðal annars sjálfsvarnaríþróttir með góðum árangri."
Terroristarnir kunna kung fu, hafa sprengjur og trukka. Og hvað hafiði?
Ekkert.
Jú, það er hugsað afar fallega til ykkar.
Þið munið ekki sigra þennan bardaga.
Þið eruð ekki ein, við hugsum til ykkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Ég hjó líka eftir þessum orðum og vonaði að íslenska þýðingin væri skökk.
Hvers konar skilaboð væru þetta annars frá sjálfum sænska forsætisráðherranum; þið en ekki við? Almúginn en ekki yfirstéttin? Snertanlegir en ekki ósnertanlegir?
Kolbrún Hilmars, 10.4.2017 kl. 17:12
Alþýðunni má fórna. Það er það sem þetta þýðir. Nóg til af fólki.
Ásgrímur Hartmannsson, 10.4.2017 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.