Þið eruð ein, því það er bara hugsað til ykkar

Af vinstri-öfga fréttaveitunni MBL.is:

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2017/04/10/hofdu_margoft_varad_vid_honum/

"„Ég hef bara beðið eft­ir því að þetta gerðist. Ég hef til­kynnt hann aft­ur og aft­ur,“ er haft eft­ir ónafn­greind­um ein­stak­lingi í frétt norska rík­is­út­varps­ins NRK sem þekkt hef­ur 17 ára hæl­is­leit­anda, sem hand­tek­inn var í Ósló, höfuðborg Nor­egs, aðfaranótt sunnu­dag­ins með heima­til­búna sprengju í fór­um sín­um, frá því að hann kom til lands­ins.

Fram kem­ur í frétt NRK að fólk sem þekk­ir til ung­lings­ins hafi ít­rekað haft sam­band við yf­ir­völd og lýst áhyggj­um sín­um af öfga­full­um skoðunum hans.[...] Ung­ling­ur­inn var liðtæk­ur íþróttamaður og stundaði meðal ann­ars sjálfs­varnaríþrótt­ir með góðum ár­angri."

Terroristarnir kunna kung fu, hafa sprengjur og trukka.  Og hvað hafiði?

Ekkert.

Jú, það er hugsað afar fallega til ykkar.

Þið munið ekki sigra þennan bardaga.


mbl.is „Þið eruð ekki ein, við hugsum til ykkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég hjó líka eftir þessum orðum og vonaði að íslenska þýðingin væri skökk.
Hvers konar skilaboð væru þetta annars frá sjálfum sænska forsætisráðherranum; þið en ekki við?  Almúginn en ekki yfirstéttin?  Snertanlegir en ekki ósnertanlegir?

Kolbrún Hilmars, 10.4.2017 kl. 17:12

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Alþýðunni má fórna.  Það er það sem þetta þýðir.  Nóg til af fólki.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.4.2017 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband