14.7.2017 | 14:52
Pósturinn Páll þarf að spjara sig sjálfur
Við höfum talað fyrir því í tæp 15 ár, stjórnendur hér hjá Póstinum, að það þjónaði ekki hagsmunum Íslandspósts að viðhalda þessum einkarétti."
Rangt. Það þjónar hagsmunum íslandspósts, en engra annarra.
"þetta er fyrst og fremst spurning um þann hluta þjónustunnar sem stendur ekki undir sér. Og það er á svokölluðum óvirkum markaðssvæðum, þar sem enginn hefur áhuga á að sinna þjónustunni, segir Ingimundur."
Bara spurning um pening.
"Póst- og fjarskiptastofnun ráð fyrir að hann gæti numið 200-400 milljónum króna á ári.
Íslandspóstur segir kostnaðinn hins vegar um 1 milljarð, þar sem alþjónustubyrðin í þéttbýli nemi 561 milljónum króna."
Hverjar eru forsendurnar?
Í frumvarpsdrögunum er gengið út frá því að ríkið muni greiða fyrir þá þjónustu sem talin er nauðsynleg og ekki hægt að veita á markaðsforsendum.
Hér er strax kominn vetvangur til að svindla eitthvað. Ef ég þekki mitt fólk rétt, þ.e.a.s.
Á Norðurlöndunum er bréfadreifingin að langstærstum hluta á höndum póstfyrirtækjanna, þó það séu mörg ár frá því að einkarétturinn var afnuminn þar.
Hvernig gekk það? Það er engin ástæða til að ætla að það gangi öðruvísi hér.
Er hægt að opna markaðinn og segjast ætla að koma á samkeppni þegar Pósturinn er í mikilli yfirburðastöðu með þetta dreifikerfi og þessa starfsemi?
Það er náttúrlega alltaf jafn neyðarlegt þegar einhverjir gaurar úti í bæ fara að bj+oða betri þjónustu fyrir minni pening en fyrirtæki sem er fjármagnað 100% af ríkinu, og aftur 100% af notkunargjöldum.
Það er bara matsatriði, svarar Ingimundur.
Veruleikinn er bara matsatriði, segir Ingimundur.
Sumir vilja meina að fyrirtæki í eigu ríkisins eigi erfiðara uppdráttar í samkeppni en önnur fyrirtæki, segir Ingimundur.
Svo er. Þau hafa alltaf haft forgjöf, enginn hefur þurft að hafa fyrir neinu, bara vaðið í ríkissjóð ef eitthvað klúðrast.
Það er engin æfing í því falin.
Breytt landslag á póstmarkaði? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.