Hann fellur líka í hagfræði að eilífu

Íslenska krón­an er óút­reikn­an­leg og leiðir til óstöðug­leika. Þetta seg­ir Bene­dikt Jó­hann­es­son fjár­málaráðherra ...

Hann veit ekkert hvað hann er að tala um.

Krónan er útreiknanleg.  Hún tekur við sveiflum sem mis-vitrir pólitíkusar búa til í hagkerfinu, svo og öllu sjaldgæfari (og oftar en ekki fyrirsjáanlegri) sveiflum utanað.

Seg­ir Bene­dikt vext­ir vera og verða mun hærri á Íslandi en í viðmiðun­ar­lönd­um, sem sé ósann­gjarnt og leiði til óþarfa átaka í sam­fé­lag­inu.

2 atriði:

1: vextir eru mannasetning.  2: vöxtum er haldið óeðlilega lágum í útlöndum, vegna þess að það er *ennþá kreppa.*

Við gætum alveg tekið upp evru, dollar, koronu, yen eða hvað sem er, en samt haft 8% vexti.  Sjá, nú erum við með krónu, en það eru misháir vextir eftir hvaða lánastofnun veitir þá og með hvaða skilmálum.

Ég get ekki verið sá eini sem tekur eftir þessu.

„Sterk króna ógn­ar nú af­komu fyr­ir­tækja sem græddu vel á veikri krónu fyr­ir fá­ein­um miss­er­um.

Sterk króna er á sama tíma að gera góða hluti fyrir innflytjendur og þá sem kaupa innflutta vöru.

Sumt er gott, sumt er slæmt...

Störf í ný­sköp­un og þekk­ing­ariðnaði, sem áttu að tryggja fjöl­breytni at­vinnu­lífs­ins, streyma úr landi á ný.

Hér á landi eru líka ansi háir tekjuskattar.  Gæti það spilað inní?  Jafnvel frekar?  Vegna þess að fyrirtækin vita alveg að krónan gengur upp og niður á milli ára, en skattmann... hann rukkar bara meira.

Krón­an er hem­ill á heil­brigð viðskipti,“ seg­ir hann í grein sinni.

Krónan er bara mynt.  Ríkið sjálft fokkar í viðskiftunum.

Við al­menn­ingi blas­ir hins veg­ar ólík mynd og auk­in kaup­mátt­ur.

Eins og ég benti á... sumt er gott, sumt er slæmt.  Njótið þess meðan það endist.

Fjár­málaráðherra megi því hafna krón­unni, því sér beri skylda til að leggja til þann kost sem sé far­sæl­ast­ur fyr­ir Íslend­inga.

Að hann hætti og einhver greindari taki við?

Nú sé því tími til að hafna göml­um kredd­um. Stöðug­leiki ná­ist aldrei nema með stöðugum gjald­miðli sem standi und­ir nafni og geti boðið upp á svipaða vexti og í ná­granna­lönd­um Íslands.

Teljum kreddurnar í þessum línum:

Kredda 1: stöðugleiki er alltaf góður og eftirsóknarverður.
(óstöðugleiki er náttúrulegt ástand sem skapast af þróun, og hreinlega bara af árstíðum.)
Kredda 2: við þurfum "stöðugan gjaldmiðil."
(Það kemur sér illa þegar náttúrulegi ótöðugleikinn lætur á sér kræla.  Eins og Spánverjar, Írar og fleiri hafa fengið að kenna á.)
Kredda 3: Vextir eru tengdir gjaldmiðlinum.
(Rrrriiiigth.  Það kemur almúganum bara ekkert við.)


mbl.is Benedikt: ber skylda til að hafna krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð færsla hjá þér, Ásgrímur. Það sáu allir viti bornir menn um leið og Benedikt kom fram á vígvöllinn með Viðreisn (og jafnvel fyrr), að hann er pólítískt viðrini, svona álíka og Gunnar Bragi. Engar af fyrirætlunum Benedikts hafa verið settar í verk, sem er vel. Þær voru bara of vitlausar.

Það var ekki hægt að koma í veg fyrir að hann yrði fjármálaráðherra, en það er hægt að koma í veg fyrir að flokkur hans komist á þing í næstu kosningum. En maður veit svo sem aldrei. Ef restin af bjánunum sem hingað til hafa kosið Jihadistaflokkinn þyrpist um Benedikt eftir 3 ár, þá gæti hann kannski marið það. En ef hann verður aftur ráðherra, þá ætti að færa honum eitthvað lítilvægara ráðuneyti að æfa sig á. Mér dettur bara ekkert í hug hvaða ráðuneyti það ætti að vera.

Því að það er alveg víst, að fjármál liggja ekki fyrir honum, né hagfræði yfirleitt eins og þú bendir á. Að leggja niður krónuna er versti kosturinn í stöðunni, hún stendur sig ágætlega nú og það er hvorki honum né vinstristjórninni að þakka. Aukinheldur er Ísland ekki á leiðinni í Sambandið sem er að liðast í sundur. Mig grunar, að Benedikt, eins og svo margir aðrir villuráfandi sauðir á Alþingi sé orðinn langeygur eftir bitlingum í Brüssel. Að gera landið gjörsamlega valdalaust með því að kasta sjálfstæðri mynt sinni til að hengja sig á mynt stærra ríkis (kanadíska dollarann eða þýzku evruna) er uppskrift að töpuðu sjálfstæði og hreint út sagt landráð.

Pétur D. (IP-tala skráð) 20.7.2017 kl. 10:17

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ásgrímur, eigðu þakkir fyrir góðan pistil.

Eitt hnaut ég sérstaklega um í framsetningu ráðherrans:

"Stöðug­leiki ná­ist aldrei nema með stöðugum gjald­miðli sem standi und­ir nafni og geti boðið upp á svipaða vexti og í ná­granna­lönd­um Íslands."

Nú hef ég bara aldrei nokkurntíma séð gjaldmiðil bjóða upp á neina vexti. Um ævina hef ég átt krónur bæði íslenskar og danskar, evrur, dollara, flórínur, schillinga, luxemborgska franka, Hong Kong dali o.fl. Enginn þessarra gjaldmiðla hefur nokkru sinni boðið mér upp á vexti. Sem áhugamaður um gjaldmiðlamál hef ég jafnframt lesið mér talsvert til um sögu gjaldmiðla og þróun þeirra í mannkynssögunni. Hvergi í þeim fræðum er nokkursstaðar getið um gjaldmiðil sem hefur "boðið upp á vexti" og reyndar fer engum sögum af neinum gjaldmiðli sem hefur gert neitt af eigin frumkvæði. Málmskífur og pappírsmiðar eru nefninlega ófær um sjálfstæða ákvarðanatöku.

Aftur á móti hef ég séð banka bjóða upp á vexti, þar á meðal seðlabanka, en þeim er öllum stjórnað af mönnum sem ákveða vextina.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.7.2017 kl. 14:02

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Pétur: ef menn (sérstaklega íslendingar) ætla að fara að notast við annan gjaldmiðil þá verða þeir að fylgja betur sveiflum þess lands sem heldur gjaldmiðlinum úti.  Í okkar tilfelli væri þá best að loka bara Alþingi og ganga í hvaða land sem það væri.  Þá giltu *þeirra sveiflur.*

Guðmundur: eftir smá stund hættir maður að nenna að agnúast yfir málfarinu á fréttamiðlum.  Þeim er ekki við bjargandi.
Líttu á þetta sem ljóð - full af myndhverfingum, persónugervingum og vísunum.  Það mætti hugsanlega semja við einhverja fréttina lag.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.7.2017 kl. 16:42

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fjármálaráðherra virðist alls ekki gera sér grein fyrir því að KRÓNAN sem slík á ENGA sök á ástandinu HELDUR ER ÞAÐ EFNAHAGSSTJÓRNUNIN. KANNSKI ÆTTI HANN AÐEINS AÐ LÍTA Í EIGIN BARM (ÁRINNI KENNIR ILLUR RÆÐARI).

Jóhann Elíasson, 20.7.2017 kl. 17:02

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Íslendingar geta ferðast að vild, um heiminn þveran og endilangan og greitt fyrir þjónustu og vörur, þá er heim er komið, með Íslenskri krónu. Kjósi þeir að nota reiðufé, er sáraeinfalt að skipta Íslensku Krónunni í erlendan gjaldeyri. Vörur eru seldar úr landi og keyptar inn í landið. Að endingu allt greitt með Íslenskri Krónu. Til að allt þetta geti gerst þarf að framleiða vöru á Íslandi, til að skapa verðmæti. Verðmæti utflutningsvara frá Íslandi sveiflast, ekkert síður en hjá öðrum þjóðum.

Að gæslumaður Ríkissjóðs Íslands skuli vera svo veruleikafyrrtur, sem grein hans ber með sér, er ljóslifandi sönnun þess hve þessi maður er ekki starfi sínu vaxinn og ætti að segja af sér sem fyrst. 

Íslendingar hafa fengið sig fullsadda af þjóðníðingum tuttugustu og fyrstu aldarinnar.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 20.7.2017 kl. 22:47

6 identicon

Ásgrímur, vandamálið er ekki Alþingi sjálft, heldur duglausu amlóðarnir og eiginhagsmunaseggirnir sem þar sitja, allir 63 að tölu. Það sem þú skrifar um sveiflur undirstrikar það sem ég skrifaði: Erlendir gjaldmiðlar henta engu ríki (veit samt ekki með Panamá), eins og evran hefur sýnt sig að vera myllusteinn um háls Spánverja, Grikkja, Ítala og Íra. Ríki sem stjórna ekki eigin gjaldmiðli og þar með eigin efnahag/peningastefnu eru ófullvalda hjáleigur.

Fyrir meira en hundrað árum síðan valdi Nova Scotia, sem hafði heimastjórn innan brezku krúnunnar og virkilega framúrskarandi efnahag og blómstrandi atvinnulíf að hætta að nota sterling og taka upp kanadíska dollarann í sambandi við að gangast Canada á hönd. Eyjaskeggjar héldu, að fyrst Canada væri efnahagslega og pólítískt sterkt, þá myndi myntsameining styrkja Nova Scotia. Síðan þá hefur þessi eyja verið lítið annað en gjaldþrota viðhengi.

Það sem þeir hefðu átt að gera var að lýsa yfir sjálfstæði og taka upp sinn eigin sjálfstæða gjaldmiðil, enda var eyjan í bullandi viðskiptum bæði við Bretland, Canada og Bandaríkin. En þeir vildu ekki vera sjálfstæðir, þótt efnahagurinn (og lausnarsamningur við Bretland) gerði þetta mögulegt. Þeir vildu ekki vera eitt af ríkjum USA, þótt þeim stæði það til boða (eins og vitað er, þá eru ríki USA sjálfstæðari en fylkin í Canada), heldur völdu þeir versta kostinn, kanadíska sameiningu. Á 19. öld var þar blómstrandi sjávarútvegur, nú er lítið eftir af fiski vegna ofveiði frá öðrum kanadískum héruðum. Og ekki mega þeir stunda hvalveiðar nú eins og Halifax var frægt fyrir áður fyrr.

Sjálfstæði er ekki gefið. Fyrst þarf að berjast fyrir því, síðan þarf að verja það bæði frá utanaðkomandi ríkjum og svikurum innanlands. Benedikt Zoëga er einn af þeim sem þarf að verjast.

Pétur D. (IP-tala skráð) 21.7.2017 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband