Heimur grænnkandi fer

Af NASA: https://www.nasa.gov/feature/goddard/2016/carbon-dioxide-fertilization-greening-earth

Þeir hjá NASA halda að þetta sé af mannavöldum.*  Ekki veit ég hvort það e rétt, en á móti virðist vera að mannkyn hafi verið að ausa talsvert meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið á þessum tíma.  Meira hvert ár, er mér sagt.

Mig grunaði svosem að þetta gæti gerst, alveg frá því ég frétti hvað CO2 gerir.  Vita aðrir ekki af þessu?

Ef ekki, af hverju hlusta þeir ekki þegar þeim er tjáð þetta?

Ef svo er, hvers vegna er þeim svo illa við gróður?

*Það hefur hlýnað - það er nefnilega fleira en bara CO2 sem lætur blómin vaxa.  Hlýindi og úrkoma eru líka atriði.  En fólk virðist ekki skilja hluti eins og samspil tveggja eða fleiri þátta, allt á bara eina orsök í hugum fólks.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Fyrir un 8 - 10.000 árum síðan var Sahara græn og gróðri vaxin. Hitastig jarðar var þó nokkrum gráðum hlýrra en í dag (hitastig jarðar í dag er um hálfri gráðu hærra en við lok litlu ísaldar).

Ekki hafa vísindamenn fundið nein merki þess að á þeim tíma hafi verið mikið af díselbílum.

Gunnar Heiðarsson, 15.9.2018 kl. 20:08

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég held að þetta vídjó sem ég fann á jútúb skýri allt:

https://www.youtube.com/watch?v=gr2iQ96em2w

Það eru margar merkilagar hemildarmyndir á jútúb sko.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.9.2018 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband