17.11.2018 | 18:32
Gaman þegar fólk er að tala um hluti sem það veit ekkert um
Meira gaman þegar það sama fólk er við völd.
"Við stöndum á nokkrum tímamótum þegar kemur að efnahagsmálum á Íslandi sem og í heiminum. Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna,"
Ef það á ekki að halda hagvexti áfram, þá er eins gott að það verði ekki fólksfjölgun. Það myndi bara þýða hungur.
"Hún sagði þá að staða launafólks snerist ekki bara um næstu kjarasamninga heldur einnig hvernig eigi að takast á við loftslagsbreytingar."
Loftslagsbreytingar eru einfalt viðfangsefni: við förum í úlpu ef kólnar, og úr henni ef hlýnar.
"Það muni þýða gerbreytingu á neysluvenjum, efnahagsstjórn og að horfa þurfi frá vaxtamengi en frekar í átt til jafnvægis."
Stöðnun, meinar hún.
"Það liggur fyrir að framboðið er ekki nægjanlegt á húsnæði. Þetta virðist vera einn stærsti áhyggjuvaldurinn í lífi venjulegs fólks. Það er ekki bara kostnaður við húsnæðin sem leggst sérstaklega þungt á láglaunafólk, sem er miklu heldur á leigumarkaði heldur en þeir sem eiga sínar eigin íbúðir,..." osfrv.
Einn helsti postuli ofstjórnarhyggjunnar veit hvers eðlis vandamálið er, en ekki að hún sjálf hefur unnið ötullega að því að búa vandann til.
Fyrst býr hún til stöðnun, vegna þess að hún er alveg viss um að hagvöxtur sé vondur, svo fussar hún og sveiar yfir skorti á hagvexti, og þeim vandamálum sem það hefur í för með sér.
Af hverju kaus fólk hana? Viljandi?
Hagvaxtarstefnan að líða undir lok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Hlutinir gætu verrveriði t.d. ef fleiri en Reykjavíkurborg tækju upp kynjaða hagstjórn þegar endurbyggja á bragga eða auka framboð á byggingarlóðum
Borgai (IP-tala skráð) 17.11.2018 kl. 18:47
Ég veit ekki einu sinni hvað það þýðir.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.11.2018 kl. 21:04
Með kynjaðri hagstjórn má réttlæta öll fjármálaútgjöld sem snilli
https://reykjavik.is/kynjud-fjarhags-og-starfsaaetlun
Borgari (IP-tala skráð) 17.11.2018 kl. 23:27
VG er bara urkynjadur flokkur...
Sigurður Kristján Hjaltested, 18.11.2018 kl. 15:18
Hvað er hagvöxtur?
[1208.0642] Does GDP measure growth in the economy or simply growth in the money supply?
Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2018 kl. 16:11
Hagvöxtur er bara heildaraukning framleiðni.
Nema þú sért í VG, þá er það plága frá helvíti.
Ásgrímur Hartmannsson, 18.11.2018 kl. 18:42
Nei, hagvöxtur mælir nefninlega alls ekki framleiðni.
Alltaf gaman þegar fólk er að tala um hluti sem það veit ekkert um.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2018 kl. 18:53
Jú víst. Víkkaður sjóndeildarhringinn. Framleiðni er meira en bara fiskur & ál.
Ásgrímur Hartmannsson, 23.11.2018 kl. 02:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.