Íslandspóstur er *einkafyrirtæki?*

Detti mér allar dauðar lýs úr höfði.

Hélt þetta væri ríkisfyrirtæki.  Hafði öll einkennin: dýr og hæg þjónusta, fullt af óþarflega flóknu dóti og rangölum sem virtust ekki þjóna neinum öðrum tilgangi en að angra viðskiftavini sem gátu ekki leitað annað.

Eins og tollskoðunin.  Hver fjandinn er það?  Það batterí kom mér alltaf fyrir sjónir sem óþarfa bögg fullt af liði sem ég sé helst fyrir mér inni í herbergi að athuga hvaða lím lyktar best.

En nei.

Þið getið ekki ímyndað ykkur hve hissa ég er að frétta að pósturinn er *ekki* ríkisfyrirtæki.  AMK ekki að nafninu til.


mbl.is Fjárfest fyrir 5,8 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Einokun er afleit. Fákeppni er böl. 

Júlíus Valsson, 28.11.2018 kl. 07:32

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Einokun er óþekkjanleg frá ríkisrekstri.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.11.2018 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband