"The Smoky Bear effect"

Lögmál óvæntra afleiðinga.

Reykur björn (Smoky Bear) er fígúra sem skógareftirlitið í USA fann upp til að stuðla að fækkun skógarelda.  Enda eru skæógareldar pirrandi.

Þetta var 1944. (https://en.wikipedia.org/wiki/Smokey_Bear)

Þetta svínvirkaði hjá þeim, og skógareldum fækkaði mjög.  Með þeim afleiðingum að fullkomlega eðlilegir skógareldar hættu að grysja runna og fjarlægja dauð tré og annan eldivið með þægilegu millibili, með aftur þeim afleiðingum að skógareldar urðu sjladgæfari en umtalsvert stærri.  Svo í stað þess að bara smá lággróður og sprek fuðruðu upp, eins og áður, þá fuðra nú upp fullvaxin tré.  Alveg.

Þetta er vitað: https://www.nytimes.com/2018/01/19/us/california-today-100-million-dead-trees-prompt-fears-of-giant-wildfires.html - takið eftir dagsetningunni á þessu hjá þeim.

Þetta er vissulega manngert vandamál, en hefur því miður, og veit ég að er bæði ótrúlegt og sorglegt, ekkert með hnattræna hlýnun af mannavöldum að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband