3.2.2019 | 13:36
Við skulum reikna
Það er auðvelt, því í tölvunni minni er reiknivél. Hún heitir því þjála nafni "Calculator."
"Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra mælist nú 49%."
Merkilegt.
En: "Heildarúrtaksstærð könnunarinnar var 4.241 og þátttökuhlutfallið var 54,4 prósent."
Svo: 4241 * .544 = 2307. 2307 * 49 = 1130. 1130/4241 = 26.7%
Eða, rétta svarið er einhversstaðar á milli 49 og 27, vegna þess að vð getum ekki í alv0ru lesið hugsanir þeirra sem svöruðu ekki.
"Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,4% og Samfylkingin með 19%. Píratar eru með 12,7%, Vinstri hreyfingin grænt framboð með 11,3% og Viðreisn með 9,1%. Framsóknarflokkurinn mælist með 8,8%, Miðflokkurinn með 6,5%, Sósíalistaflokkurinn 5,3% og Flokkur fólksins með 3,7%."
23.4 + 19 + 12.7 + 11.3 + 9.1 + 8.8 + 6.5 + 5.3 + 3.7 = 99.8
Merkilegt að svo fáir skuli vera óákveðnir. Kannski eru þeir allir í 44.6% hópnum sem vildi ekki svara?
Það þjónar litlum tilgangi að reikna þetta meira, en við getum ekki reiknað með að hlutfallið taki miklum breytingum.
Sósíalistaflokkurinn bætir enn við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.