12.9.2019 | 15:32
Þarf að vera ferkantaðri
Annars vinnur Suzuki imni.
Q: "Fulltrúar bresku bílsmiðjunnar segja að við hönnunina hafi verið gengið út frá öryggi allrar fjölskyldunnar. Hann sé smíðaður fyrir forvitna og ævintýrafólk."
Er ekki viss um að fjölskidumenn séu í svona hugleiðingum.
Q: "Hann sýnist harðnagli..."
...en er það ekki?
Q: "... og er það en samt hannaður til að vera spennugjafi."
Svo það er möguleiki á að nota hann sem varaaflstöð fyrir sumarbústaðinn, eða til að hlaða Nissan Leaf?
Q: "Defender býður upp á sveigjanleika í afköstum..."
Á mínum yngri árum var það kallað "gírkassi."
Q: "... og má laga að kröfum hvers og eins."
Þetta er hvorki sprtbíll né borgarbíll. Svo, nei, þa er ekki hægt.
Q: "Land rover Defender byggir á yfir 70 ára reynslu og nýtur sérstöðu meðal landkönnuða, líknarfélaga og ævintýrafólks um heim allan."
Sérstöðu? Hvernig? Fyrir hvað?
Q: "Um síðir bætast við tvinnútgáfur og þar á meðal tengiltvinnútgáfa..."
Hver þarf ekki auka 250 kíló þegar hann er í torfærum?
Q: "...ýmist með bensín eða dísilvél í aflrásinni."
Já, það verður önnur vél inni í drifkerfinu.
Q: "Arðfarmur verður allt að 900 kíló..."
Hve mikið af óarðbærum farmi kemst fyrir?
Q: "... óhætt er að senda hann yfir allt að 90 sentímetra djúpt vatn."
Þú gerir engar slíkar hundakúnstir á PHEV útgæafunni.
Nýr Defender fram á sjónarsviðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Krafa nútímans er að loftmótstaða sé minni. Of ferkantað útlit vinnur þvert gegn slíku, og enda þótt ég sé hrifinn af bættum jeppaeiginleikum og almennum eiginleikum hins nýja Suzuki Jimny sést af eyðslutölum og hámarkshraða, að bíllinn er með afleita loftmótstöðu, líklega í kringum 0,55 cx.
Enda er verið í alveg óþörfum eltingarleik við að hafa hann sem svipaðasta Jeep Wrangler í útliti.
Mér líst því skár á nýja Defenderinn.
Ómar Ragnarsson, 16.9.2019 kl. 23:11
Jimni er léttari, og eyðir fyrirsjáanlega minna bara þess vegna.
Og mun verða áreiðanlegri alltaf vegna þess að hann er tæknilega einfaldari.
Að hann er ferkantaður breytir litlu, enginn er að fara á Nurburgring eða Átóbaninn á þessu hvort eð er. Eða vill slíkt.
Það er eitthvað sem LandRover verður hugsanlega notaður í.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.9.2019 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.