15.10.2019 | 15:35
Tal er ódýrt
Ýmis ríki innan Atlantshafsbandalagsins (NATO) gagnrýndu bandalagið á þingi NATO ríkjanna í gær fyrir að sýna Tyrkjum linkind vegna innrásar Tyrkja í Sýrland. Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar [...] Hún telur að ríkisstjórn Íslands ætti að vera skýrari í afstöðu sinni gagnvart innrásinni.
Hún ætti að fara frammá að Tyrkland verði rekið úr NATO. Það er "safe" fyrir hanna, því enginn tekur mark á henni.
Það voru margir sem gagnrýndu nálgun Stoltenbergs [framkvæmdastjóra NATO] og NATO-ríkjanna. Margir vildu meina að hún væri allt of mikil málamiðlun.
Stoltenberg vill ekkert fá þessa 3.6 milljón lóttamenn sem Erdogan er að hóta honum með.
Hér: https://www.reuters.com/article/us-syria-security-turkey-europe-idUSKBN1WP1ED
Ég hef sjaldan heyrt Þjóðverja tala jafn skýrt, það sama má segja um Belga, Frakka og Hollendinga sem gagnrýndu Tyrki harðlega. Tyrkir eru náttúrulega alltaf með sitt stóra lið.
Tyrkir hafa líka 3.6 miljón flóttamenn...
Spurð hvað NATO geti gert í málinu segir Þorgerður: NATO getur beitt mjög miklum þrýstingi.
Nei. Þeir geta bara talað.
NATO eru ekkert menn til þess að skutla 3.6 milljón flóttamönnum til Lýbíu og skilja þá þar eftir. Á meðan þeir eru það ekki, geta þeir bara talað.
Ákvörðun Trumps er ótrúlega vanhugsuð og maður fann að fulltrúum Bandaríkjanna leið ekki vel með þetta.
Ja, hann getru þó meira en bara talað: https://www.rt.com/news/470928-trump-turkey-sanctions-tarriffs/
Yfirlýst markmið Erdogans með hernaðaraðgerðunum er að skapa öruggt svæði á landamærunum þar sem flóttafólk gæti dvalið. Þorgerður segir að ríkjandi sjónarmið á þinginu hafi verið að markmið Erdogans sé í raun yfirskin.
Hann hefur líka 3.6 milljón flóttamenn sem hann þarf eiginlega að losna við...
Og það er stríð í Sýrlandi sem lekur kannski yfir til hans öðru hvoru.
Og það eru Kúrdar sem hann hefur brennandi áhuga á að útrýma.
Og kannski meira, veit ekki.
Það skilja allir að þjóðir þurfa að verja sig og tryggja sitt eigið. Það er náttúrulega frumskilyrði allra þjóða.
Segir manneskjan sem var að gefa útlendingum stjórn yfir orkuframleiðzlunni. Írónískt.
Tyrkir fengu að heyra það á þingi NATO | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Viðskiptablaðið - Tyrkland úr NATO?
Tyrkland úr NATO ? - bofs.blog.is
Guðmundur Ásgeirsson, 15.10.2019 kl. 16:26
Já...
Með svona vini þarf maður ekki óvini.
Ásgrímur Hartmannsson, 15.10.2019 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.