16.10.2019 | 17:33
Bara spurning um tíma hvenær þetta verður hér líka:
Bændur fúlir vegna þess að ríkið kennir þeim um köfnunarefni í andrúmsloftinu
Því eins og allir vita þá veldur köfnunarefni allskyns bráðdrepandi veðrabreytingum, eilífu sumri, ísbjörnum og jafnvel mörgæsum.
Þeir eru að reyna að draga úr köfnunarefni í andrúmsloftinu þarna í Niðurlöndum. Ja hérna... Ég get engu við þetta bætt. Brandarinn er fullskapaður.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Bændurnir menga víst líka sjóinn með vatninu sem þeir vökva með.
Guðmundur Jónsson, 16.10.2019 kl. 20:59
Mér verður hugsað til ríkis-útsendara sem kom einhverntíma hingað frá Reykjavík.
"Við þurfum að taka salt-kassana" sagði hann, "því salt er svo mengandi. Þið megið ekki lengur strá því á vegina til að bræða snjó, því þá berst það í hafið."
Þá spurði einn í hópnum: "veist þú hvernig salt er unnið?"
Ríkis guttinn hristi hausinn. Hann sá bara að fólk var að horfa á hann skringilega.
"Það er unnið með því að þurrka sjó."
Og þá hló fólk.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.10.2019 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.