19.11.2019 | 18:27
Segja menn af hverju?
Þeir sem ég hef spurt, þeir fáu sem hafa svarað, sem eru teljanlegir á þumalfingrunum, tjá mér að þá vanti ákvæði um "sameign þjóðarinnar."
Man ekki betur en það sé í skránni.
Renndi nýlega augunum yfir hugmynd að nýrri. Þar var ekkert nýtt að finna, fannst mér.
Rúmur helmingur telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Ásgrímur, þú virðist nú ekki hafa haft athyglina í gangi. Í fyrsta lagi er ekki stafkrók að finna í gildandi stjórnarskrá um auðlindir landsins eða sameign þjóðarinnar á þeim. Þar eru hins vegar enn þó nokkur ákvæði frá 19. öld sem við getum verið fegin að forsetinn hafi ekki dustað rykið af.
Nýja stjórnarskráin er ekki nein kollsteypa, satt er það, hún inniheldur um 80% af þeirri gömlu. Hins vegar eru þar mikilvæg ákvæði sem kallað hefur verið eftir um þjóðaratkvæðagreiðslur, þjóðarfrumkvæði, persónukjör, jafnt atkvæðavægi, auðlindir, náttúruvernd, aðgengi að upplýsingum og hlutverk forseta, svo eitthvað sé nefnt. Það er einmitt forsetinn sem hefur sjálfur kallað eftir því að hlutverk sitt og valdsvið sé skýrt í stjórnarskránni. Það munar um minna.
Sigurður Hrellir, 20.11.2019 kl. 09:16
Mikið rétt, takk fyrir að minna mig á það. Var hreinlega búinn að gleyma þessum atriðum fyrir öllu þessu innihaldslausa gaspri og útblæstri í fólki.
Man að mér þóttu nýju ákvæðin ekkert alltaf afdráttarlaus.
Þeirri fyrri, sem var þó kosið um var hafnað því hún var svo mikið froðusnakk.
Svo skil ég seint hvað er svo óljóst um forsetaembættið. Það er tíundað jafnvel betur en hlutverk annarra fígúra, minnir mig. Forsetar hafa bara ákveðið að hafa sig ekki í frammi.
Ásgrímur Hartmannsson, 20.11.2019 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.