20.3.2020 | 20:07
Einn besti tónlistamaður sögunnar
Fadades er sérvitringur sem framkallar sérkennilega tónlist, og býr til við tónverk sín þessi vídjó, sem segja nokurnvegin samhangandi sögu:
Hér er Fadades eitthvað að væflast í kirkjugarðinum. Ekki veit ég hvað textinn þýðir, en maðurinn lítur út eins og pípuhreinsari, eða moppa, og það veit alltaf á gott í músík-bransanum.
Í þessu vídjó-vrki er Fadades á ferð um geiminn, þegar honum dettur í hug að skreppa aðeins til Egyptalands og gretta sig og steyta kannski hnefann aðeins.
Allt í 5.1 Surround, að sjálfsögðu.
Fadades kemur fljúgandi í snjóbolta, og er að þvælast uppi á einhverju fjalli. Hausinn á honum springur ítrekaðí loft upp, eins og flugeldur, á ábyggilega afar táknrænan hátt.
Hér er Fadades kominn aðeins neðar í fjallið. Þar finnur hann þessa pöddu, sem hann ákveður að borða. Ég geri ráð fyrir, án þess að vita betur, að textinn fjalli um hversu ljúffendg þessi padda var.
Og hér er Fadades á tunglinu, þar sem hann lendir í eldingaveðri, og virðist ekkert sáttur við það. Ekkert frekar en hann virðist mjög hrifinn af öðrum stöðum, svosem. Hönumm er líka í nöp við styttur og annað skraut sem er á víð og dreyf um allt tungl.
Englar og krossar eru kannski ekki hans deild.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Epískt. Prósinn eða sonnettan í fyrsta laginu er "Backstage, in the backstage." heyrist mér, en það hefði verið gott að hafa lýríkina á skjánum til að geta trallað með.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.3.2020 kl. 23:10
Sjónblekkingarnar eru stórfenglegar og myndvinnslan hnökralaus. Maður er hrifinn inn í veröld töfra og skelfingar frá fyrsta ramma. Ekki skemma vel animeraðir titlar heldur. Riffin og vélbyssuhröð pákan undirstrika og margfalda svo áhrifin.
Þetta hefði þó allt geta orðið magnaðra ef hann hefði mátt setj meiri kraft í sönginn. Líklega hefur það sett honum skorður að hafa stúdíóið í blokkaríbúðinni sinni þar sem konann með sópinn hefði byrjað að banka ef hann hefði fullt frelsi. Hann vinnur þó frábærlega úr þessum aðstæðum.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.3.2020 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.