Allir þessir pakkar...

Ríkið virðist ætla að redda okkur uppúr holu sem það hefur að stóru leiti komið okkur ofaní með útgjöldum sem lítil, jafnvel engin innistæða er fyrir.

Ein minnihættar hugmynd er að veita fleirum listamannalaun.  Ekki fæ ég séð hvar við erum bættari með það.

Stærri hugmynd var atvinnubótavinna.  Það á kannski að senda gengi til þess að moka snjó.

Skil þetta ekki.  Það er eins og ríkið hafi eitthvað fetish fyrir láglaunastörfum og bótum.  Ég hugsa að allt Alþingi hafi fengið raðfullnægingu í hálftíma þegar þeir heyrðu hvað Flugfélagið þarf að segja upp mörgum.

Það á að reyna að redda þessu með bótum.

Ég er með betri hugmynd.

Leggið af svona 1000 reglugerðir.  Fellið niður 100 skatta og meðfylgjandi gjöld.  Rekið 1000 ríkisstarfsmenn, sem hafa ekkert annað að gera en að ýta pappír fram og aftur og segja: "Nei" eða "fylltu út þetta form" og annað í þeim dúr. 

Nú kemur einhver nazistinn og segir grenjandi: "en heilbrigðiskerfið?"

Það er hægt að losa sig við 10.000 ríkisstarfsmenn án þess að reka einn einasta heilbrigðisstarfsmann.

Hvað um það: með miklu minna regluverki og færri ríkisstarfsmönnum til þess að þvælast fyrir, þá mun fólk á auðveldan hátt geta búið sér til sína eigin vinnu.

Þannig verða til 5000 störf strax fysta mánuðinn.  Í miðri Kína-kvefs kreppunni.  Og alvöru störf, ekki afætu-djobb eins og ríkið býður uppá.

Ég skil ekki allt þetta traust sem fólk leggur til eina aðilans á landinu sem hefur ekkert gert rétt síðan hann varð til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband