Útlend fyrirtæki njóta góðs af því að Íslenska Ríkið kann ekki að reikna

Alþjóðlega aug­lýs­inga­stof­an M&C Sa­atchi stóðst all­ar hæfnis­kröf­ur útboðsgagna Rík­is­kaupa vegna markaðsverk­efn­is­ins „Ísland — sam­an í sókn“ en verk­efnið er hluti af efna­hagsaðgerðum stjórn­valda vegna COVID-19.

Skoðum þetta - það þarf ekki að skoða þetta mjög náið, mikilvægasta atriðið blasir við:

Alþjóðlega aug­lýs­inga­stof­an

Þetta er ekki innlendur skattgreiðandi, sem þýðir að ef ríkið borgar þeim 1000 kr þá eru þar með 1000 kr farnar úr hagkerfinu.

Ef ríkið hefði ráðið Íslenskt fyrirtæki, segjum á 1500 kr, þá hefðu 17-25%, eða 255-375 krónur strax komið til baka vegna matarskattsins.  Bara einn skattur.  Og restin hefði að mestu leiti haldist í hagkerfinu.

.... til­laga M&C Sa­atchi hlaut hæstu ein­kunn val­nefnd­ar af inn­send­um til­boðum fyr­ir verk­efnið en alls verður 1,5 millj­örðum króna varið í það.

Þar fóru 1.500.000.000 kr úr landi.

Íslands­stofa mun sjá um fram­kvæmd­ina en for­stjóri stofn­un­ar­inn­ar sagðist ekki geta tjáð sig um málið og vísaði á Rík­is­kaup.

Spider-Man-Pointing-Meme

Inn­lend­ir aðilar segja sárt að svo stórt verk­efni verði flutt úr landi.

Í alvöru?  Ég hissa.

Auk þess kom fram í Morg­un­blaðinu í dag að M&C Sa­atchi viður­kenndi bók­haldsmis­ferli í lok síðasta árs og hef­ur breska fjár­málaráðuneytið hafið rann­sókn á fyr­ir­tæk­inu.

Í svar­inu seg­ir enn frem­ur að lög um op­in­ber inn­kaup byggi á þeirri for­sendu að Ísland er aðili að Evr­ópska efna­hags­svæðinu. Því sé skylt að aug­lýsa útboð þar ef fjár­hæðir fari yfir ákveðin viðmiðun­ar­mörk.

Hvar stendur að þeir þurfi að taka tilboum allstaðar frá?

„Með þess­um hætti hafa ís­lensk fyr­ir­tæki einnig aðgang að útboðum um alla Evr­ópu.

Grunar mig nú að þau séu ekki samkeponishæf af skattaástæðum.  Annað sem gæti þvælst fyrir þeim er að ég hef tekið eftir því að sumir útlendingar kunna að reikna.

Bölvaðir skúrkarnir.

Þetta fyr­ir­komu­lag er til að auka hag­vöxt á Evr­ópska efna­hags­svæðinu

Ja, 1500 milljónir eru kannski ekki mikill peningur fyrir Evrópu, en það er þó eitthvað.

og draga úr spill­ingu,“ seg­ir í svari Rík­is­kaupa.

Já... : "kom fram í Morg­un­blaðinu í dag að M&C Sa­atchi viður­kenndi bók­haldsmis­ferli í lok síðasta árs og hef­ur breska fjár­málaráðuneytið hafið rann­sókn á fyr­ir­tæk­inu."

Þið segið nokkuð.

 


mbl.is Frétt um bókhaldsmisferli „breytti engu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Vandamálið við Obama, er að hann notar leyniþjónustu þjóðarinnar til að njósna um hinn flokkinn ... sama og Nixon gerði í Watergate gegn demokrötum.  Hvort hægt sé að sækja Obama til saka, er ólíklegt ... því hann er forseti á þessu tímabili. Muller og Comey, aftur á móti hótuðu fjölskyldu Flynn's. Hótuðu að eyðileggja framtíð hennar, ef hann viðurkenndi ekki á sig málið. Þetta er glæpur, enda eru þessir kauðar nú reknir. Þessir kauðar, voru svo illa gefnir að þeir "stærðu" sig af því að ganga út fyrir reglurnar í sjónvarpi.  Þannig að þeir gerðu þetta meðvitaðir.

Af því Obama, framkvæmdi sömu glæpi og Nixon ... er þetta kallað Obamagate.

Örn Einar Hansen, 14.5.2020 kl. 03:57

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Já, það var nokkurnvegin það sem mér skildist á þeim.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.5.2020 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband