30.6.2020 | 14:55
"Friðsælir mótmælendur"
Friðsælum mótmælendum í St. Louis var brugðið á leið þeirra að húsnæði borgarstjórans á sunnudag þegar íbúar einbýlishúss, hjón, sem þeir gengu fram hjá komu út úr húsi sínu og beindu að þeim hálfsjálfvirkum riffli annars vegar og skambyssu hins vegar.
Þeir brutu sér leið inn á einkalóð og höguðu sér ófriðlega:
Mark og Patricia McCloskey [...] segjast hafa óttast um líf sitt þegar mótmælendur brutu sér leið inn í götuna þeirra, sem er lokuð almenningi.
Sleppið íróníu-gæsalöppunum. Þetta voru óeirðaseggir, og þeir brutust þarna inn.
Á myndskeiðum af atvikinu þykir hins vegar nokkuð ljóst að hjónunum hafi ekki stafað nokkur ógn af mótmælendunum sem áttu leið hjá,
Átti leið hjá, í merkingunni tóki á sig krók til að ógna fólki af handahófi.
... og segja það ekki óalgengt að í mótmælum, þó friðsæl séu, séu reglur brotnar.
Þið tönnlist á að þessar óeirðir séu friðsælar. Hvers vegna?
Spurning: hve marga þarf að drepa og hve mörg hús þarf að brenna til grunna áður en það teljast óeirðir?
Engum hafi þó stafað hætta af þeim þó þau hafi ákveðið að ganga lokaða götu á leið sinni að heimili borgarstjóra St. Louis.
Ef þetta blessaða fólk hefði ekki mætt út á tröppur með hólk í hönd væru óeirðaseggir nú búnir að leggja húsið þeirra í rúst, berja þau bæði í klessu, og jafnvel brenna allt draslið til grunna.
En friðsamlega.
Skotvopnalöggjöfin í Missouri er ein sú frjálslyndasta í öllum Bandaríkjunum, auk þess sem lög segja til um rétt fólks til að skjóta óboðna gesti á heimili þess til bana undir ákveðnum kringumstæðum.
Það þarf greinilega að vera þannig.
MBL, málgagn illvirkja.
Beindu byssum að mótmælendum sem áttu leið hjá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.