Glæpur gegn mannkyni

Enn ein atlaga fasista að tjáningarfrelsinu

"Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“

 Í tillögunni gegn „hatrinu“ er þó viðurkennt að: „Ekki liggur fyrir nein ein skilgreining á hugtakinu hatursorðræða sem sammælst hefur verið um, hvorki að þjóðarétti né landsrétti einstakra ríkja. Því er ljóst að hatursorðræða er ekki skýrlega afmarkað lögfræðilegt hugtak.“

Á hinn bóginn er tjáningarfrelsið varið undir 19. gr. alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi

Í 3. mgr. íslensku stjórnarskrárinnar segir: „Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra,[xx] enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.“" (sic.)

Förum yfri þetta:

1: Ríkið vill setja lög sem ekki er hægt að fara eftir vegna þess að það sem þau banna er ekki skilgreint, eða skilgreinanlegt.

2: Það er brot á alþjóðasáttmálum.

3: það er brot á mannréttindum.

4: það er brot á stjórnarskrá: þó í 3. mgs stjórnarskrárinnar sé boðið uppá andlýðræðisleg mannréttindabrot, þá er þar farið framá að það sé rökstutt með því að fjáning manna geti valdið sjúkdómum eða skaðað mannorð þeirra eða sé almennt ekki beitt til annarra kosningasvindla en þeirra sem hefð er fyrir.

Svo við getum sett upp dæmi:

Segjum sem svo að einhver hægri öfgamaður segi að barnanauðgarar séu ógeðslegir og það eigi að hengja þá alla upp á tánum.

Hér er ljóslega gróflega vegið að kynhneigð minnihlutahóps, og það á hatursfullan hátt.

Nú getur barnanauðgari móðgast og kært hægri öfgamanninn fyrir haturs-orðsræðu, byggt á nýjustu lögum, og vegið þar með að mannréttindum hans.

Þegar mál þetta fer fyrir rétt, þá strandar það á atriðum 1-4 hér að ofan. Því vissulega hafi verið vegið gróflega að kúguðum minnihlutahóp, þá er ekki að sjá að það valdi neinu tjóni á réttindum eða siðgæði, nema síður sé.

Þá þarf að vísa því frá.

Nú er spurning hvort hægri-öfgamaðurinn á ekki rétt á bótum frá barnanauðgaranum fyrir að beita hér ríkisvaldinu til þess að reyna a kúga hann mjög raunverulega, trufla bæði andlega og líkamlega heilsu hans og reyna að sverta mannorð hans með því að koma honum á sakaskrá.

Það sem ég er að segja hér, er að það að kæra einhvern með vísan í lög um hatursorðræðu er glæpur.

Það er mannréttindabrot, það er stjórnarskrárbrot, það er brot á alþjóðasáttmálum.  Það er glæpur gegn mannkyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband