Borgið þá út

Þetta fer sennilega undir hraun í næsta mánuði.

"Það á ekki að vefjast neitt fyr­ir rík­is­stjórn Íslands að borga okk­ur öll út, ef það er það sem við vilj­um, með for­gangs­rétti aft­ur ef við vilj­um koma inn."

Segir maðurinn.  Og því ekki?

Hann er meira að segja með einhverja útreikninga:

"„Ég verð stund­um svo svekkt­ur þegar ég pæli í því, eins og Þór­dís Kol­brún sagði áðan, að það kosti um 115 millj­arða að borga okk­ur út. 115 millj­arða,“ sagði Páll Val­ur."

115 milljarðar. Ætti ekki að vera vandi. Ríkkið sóaði jú næstum 40 milljörðum á síðasta ári í útlendinga og kokteilpartý.

Ég hef hugmynd:

Leggjum niður Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið, og allt sem því tengist.  Samkvæmt fjárlögum þá sparar það strax 17 milljarða, sem dekkar þetta á innan við 10 árum.

Þegar öll gjöld og reglugerðir sem þessu ráðuneyti fylgja verða felld úr gildi verður líka hagsveifla uppá örugglega 100 milljarða strax fyrsta árið, sem dekkar þetta alveg.

Málefni innflytjenda og flóttamanna eru svo næstum 2 milljarðar í viðbót, og "Útlendingamál" eru af einhverjum orsökum næstum 8 milljarðar, og svo aftur í dómsmálaráðuneyti uppá 2.5 milljarða.  Auðveldur sparnaður, það.

Svo er þróunarsamvinna uppá 3 milljarða.  Ekki okkar vandamál.

"Fjölmiðlun" kostar ríkið 6 milljarða.  Í hvaða fasistaríki er það á könnu ríkisins?  Spörum okkur það.

Strax búinn að spara næstum 40 milljarða, og græða miklu meira.  Málið leyst á vel innan við 3 árum.

Það er líka hægt að fara í smáatriði og spara miklu meira, en látum þetta duga í bili.  Bara til þess að sýna hversu létt verk þetta er.

Það eina sem vantar er viljinn.

Hann er ekkert fyrir hendi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Stundum er ansi djúpt á viljanum en með núverandi stjórn og þingmönnum er enn dýpra.

Rúnar Már Bragason, 17.1.2024 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband