Hér eru ástæðurnar:

Forsenda: Slys: hvert það óhapp þar sem meiðzl verða á fólki.  Allt annað er bara "óhapp."

Höfðabakkabrúin var smíðuð 1996-7, minnir mig.  Mislægu mótin við skeifuna nokkru seinna.  Á þessum tveimur gatnamótum urðu oft alveg ferlegir árekstrar.  Við höfðabakka dó alltaf einhver á ári.  Það er ekki svo lengur.

Með mikilli aukningu á umferð hefur svigrúm til að valda slysum minnkað töluvert.  Áhugavert gæti verið að skoða hvort óhöppum hafi fjölgað eða fækkað á sama tíma.  En, ef það verður ekki tjón, þá er það ekkert endilega tilkynnt, svo sú hugmynd fellur um sig.

Bara þetta er trúlega ástæðan fyrir öllu saman. 


mbl.is Umferðarslysum fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband