Er það mismunun að vilja að fólk sé eins og hinir?

Ég hélt að mismunun væri að fara mismunandi með fólk.  Þarna er fólk, því er sagt að vera eins o hinir, þ.e.a.s verið að reyna að sammuna því, en það vill ekki hlusta á slíkt, heldur vill fara í sund íklætt kuflum.

Ja hérna. 


mbl.is Fundnir sekir um mismunun í sænskri sundlaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kafarbúningur með gleraugum ...spegla eða svörtum ...leysir þetta mál :)

Halli (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 13:07

2 Smámynd: ViceRoy

Þær voru ekki að synda sjálfar, heldur voru dæturnar að synda. Bera þeir fyrir sig að konurnar gætu ekki bjargað börnum sínum ef þær væru íklæddar kuflunum... sem er í raun starf og ábyrgð sundlaugarvarða.

Mismununin liggur í því að þær voru þarna bara... og þeim sagt að vera rétt klæddar, þ.e. í sundboli, og þær voru ekki að synda. Mismunun getur þ.a.l. legið í því að þú segir öðrum að gera eitthvað en ekki hinum... og sennilegast liggur grundvöllur þessarar ákæru í því að ef einhver hefði verið í peysu og gallabuxum þarna, þá hefði hinum sama ekki verið gert að skipta um föt.

ViceRoy, 29.1.2008 kl. 13:27

3 Smámynd: Íslands-Bersi

Hvernig er þetta hér og færi þetta fólk í laugarna án þess að þvo sér í sturtu áður en það fer í laugar hér sem er hefð hér.á nú að leifa sóða skap fyrir þessa öfgalið liði gætti ég verið í kraft galla á sundlauga bakkanum bara vegna þess  að ég trúi á kraft galla

Íslands-Bersi, 29.1.2008 kl. 13:28

4 Smámynd: Íslands-Bersi

Sæþór er ekki verið að benda foreldrum á í sunnlaugum að passa börnin þessa tvö standa nú ekki fyrir því i þessu dressi og ef þú ert í peysu og galla buxum er það þetta því þetta er vestrænujóð og hættu þessu bulli næivistinn þin

Íslands-Bersi, 29.1.2008 kl. 13:37

5 Smámynd: Graceperla

Ef þú skilgreinir mismunun svona er hægt að líta á málið á svo marga vegu. Sú staðreind að allir aðrir sundlaugargestir máttu haga sér eins og þeir eru vanir, og eftir þeirra menningu, og vera í sundfötum, en þessar konur máttu ekki haga sér eins og þær eru vanar, og eftir sinni menningu, með því að vera klæddar, er þá mismunun, því það var verið að fara mismunandi með þær en alla hina. Þeim var ekki leyft að halda uppi sinni menningu og sínum siðum, en allir hinir máttu það.

Talandi um að vilja að fólk sé eins og hinir, hverjir eru "hinir"? Auðvelt er að tala um "hina" þegar um er að ræða lítið þorp þar sem fáir búa og allir hafa búið þar alla sína ævi. Þá eru þeirra siðir og menning sjálfkrafa hinn almenni hlutur, og nýaðflutt manneskja stendur auðveldlega úr hópnum, eins og glóandi ljós. En í okkar nútíma, þegar heimurinn er orðinn svo lítill og allar borgit, stærri eða minni, orðnar svo fjölbreyttar og allir mögulegir menningarheimar dreifðir út í öll heimshorn er erfitt að hugsa sér einhverja "hina". Ef manneskja sem vill fara eftir þessu er stödd á einhverjum sérstökum punkti í heiminum, segjum til dæmis New York, þá væri það rökréttast að taka mið af meirihlutanum innan einhvers tiltekins radíuss. Það yrði erfitt líf fyrir aumingja manneskjuna, þar sem ef hún tæki sig til og færi að ferðast aðeins um New York þyrfti hún að skipta hratt um hegðun. Á einum klukkutíma gæti hún farið í gegnum allar helstu menningar í heimnum!

Hmm, ætlaði mér ekki að röfla svona mikið, ég fór bara að pæla í hlutunum :) 

Graceperla, 29.1.2008 kl. 13:37

6 identicon

Nú er mér nó boðið.  Skammastu þín Sæþór þú er Rassisti. Og annað það fara ekki allir í sturtu áður en þeir fara í sund svo að þú ættir að líta þér nær.  Svo voru þær bara að líta eftir sýnum börnum sem aðrir foreldrar ættu að taka sér til fyrirmyndar og skilja ekki börnin sýn eftir eftirlitslaus.

Sigga (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 13:41

7 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Afar athyglisvert. Ef að fyrirfinnst einhver þjóð hverrar menning hefur velþóknun á því að ganga örna sinna á sundlaugarbarminum þá er það mismunun að amast við því að þeir gera það líka í lauginni í Svíþjóð.

Eins hefur dómurinn líklega fordæmisgildi þannig að nú verða Saudi-Arabar að leyfa sænskum konum að mæta í sundlaugar þar í landi, meira að segja topplausum.

En pössum okkur umfram allt að fara ekki að tala um "okkur" og "hina", strax í því felst mismunun.

Hólmgeir Guðmundsson, 29.1.2008 kl. 13:51

8 identicon

Er það ekki mismunun að konurnar þurfa að vera i kufli en eiginmennirnir ekki? Það vantar allt of mikið i þessa frétt til þess að hægt sé að draga e-h ályktanir um þetta mál. Voru td fleiri foreldrar þarna á bakkanum í "venjulegum" fötum? Eða er það bannað eins og hér á Islandi?

Ingo (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 13:55

9 Smámynd: Elías Theódórsson

Endalaus afskiptasemi. Fólk á að fá að vera í friði. Af hverju þarf fólk frá mið-austurlöndum vera/hegða sér eins og fólk á vesturlöndum?

Elías Theódórsson, 29.1.2008 kl. 14:01

10 identicon

Hvað með börnin ?

Voru þau í þurrbúning ofan í lauginni ? 

David (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 14:04

11 identicon

Ótrúlegt hvað sveita heimskan lifir sterkt í nútíma Íslendingum.

Svör flestra hérna einkennast af hræðslu og kynþáttafordómum.

Þorvaldur Geirsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 14:22

12 identicon

Já.

Bjarki (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 14:44

13 identicon

Afhverju er fólk frá miðausturlöndum að flytja til vesturlanda ef það vill bara haga sér og lifa eftir reglum miðausturlanda?

Hamlet (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 14:52

14 identicon

Eins og venjulega er stutt í ramakveinin þegar heyrist af því að fólk hafi hagað sér „rangt“ á vesturlöndum. Fréttaflutningur hér á landi er af því tagi sem tíðkast í lélegustu æsifréttablöðum í Evrópu, ef sagðar eru fréttir af múslimum þá eru þær nær undantekningarlaust neikvæðar. Einfeldningar trúa þá að allt sé slæmt sem kemur frá mið-austurlöndum, að allir múslimskir feður drepi dætur sem ekki giftast réttum mönnum, að allar múslimskar konur séu umskornar, að allar múslimskar konur séu kúgaðar, o.s.frv. Hvað í ósköpunum gerir ykkur sem tilbúin eru að fordæma annað fólk svona mikið betra en alla aðra?

Já, það eru til kúgaðar múslimskar konur, já það er illa farið með sumar múslimskar dætur, já það eru til múslimskir hryðjuverkamönnum sem vilja alla hvíta og kristna dauða. En meirihlutinn er fólk eins og ég og þú, sem elskar börnin sín og makann sinn og vill bara fá að lifa í friði, hafa í sig og á og búa þar sem það kýs. Er til of mikils mælst að fólk fái að gera það? Mundu bara Íslandsbersi, að þótt þú sért fæddur e-s staðar þýðir ekki að þú EIGIR landið, þeir örfáu sem fá þá óskiljanlegu hugdettu að vilja flytja til Íslands og búa þar eru jafn miklir Íslendingar og þú.

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 14:57

15 identicon

Þar sem ég bý í nágrenni þessar umræddu sundlaugar, langar mig bara að upplýsa ykkur góðu landar um hvað málið snýst.  Það eru ALLIR sem eru inni VIÐ laugina (þetta er innilaug) skyldaðir til að vera í léttfatnaði, annaðhvort baðfötum eða stuttbuxum og bol, sem ekki er til trafala ef til hættu kemur.  Það eru REGLUR sundlaugarinnar.   Að Svíar láta sífellt vaða yfir sig þegar TRÚIN er látin vega ofar LÖGUM og REGLUM þá er eitthvað meira en lítið að!

Bíðið bara íslendingar góðir. Íslamstrúin er líka á hraðri innreið til Íslands 

Hvað ætli ráðamenn litla Íslands komi til með að segja þegar íslamskar stúlkur fá ekki að fara í LÖGBOÐIÐ SKÓLASUND vegna trúarinnar? 

Dísa (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 15:07

16 identicon

Þetta er þá rangt hjá Mogga ?

"Sundlaugaverðirnir staðfestu fyrir dómi að það væri ekki tilgreint í reglum sundlaugarinnar að bannað væri að vera með höfuðslæðu á sundlaugasvæðinu né heldur að fólk þyrfti að vera í sundfatnaði ef það ætlaði ekki ofan í sundlaugina"

Bjarki (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 15:15

17 identicon

Það þarf ekki að hafa verið tilgreint og þeir eru líklegast hankaðir á því. Þú verður að telja allt upp sem fólk má ekki vera í ef þú ætlar að vera pottþéttur með þetta fyrir lögum. En hins vegar þá þekki ég svosem sundreglur ekki svo mikið en einhver talaði um kraftgalla hér áðan og ég man það einna best úr skólasundi að kennarinn var alltaf í kraftgalla argandi á okkur frá bakkanum. Ekki var sett mikið út á það.

En við getum ekki verið svona æðislega sanngjörn eins og við vesturlandabúar viljum vera og umfaðma hvað sem er án þess að særa einhvern og neyða fólk til að aðlagast okkar lífsháttum ef það vill búa hér. Ekki sjáið þið okkur vilja reisa McDonalds í öllum löndum í heiminum er það??? Ó jú það er kanski ekki besta dæmið eða hvað?
 

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 15:45

18 identicon

Síðan hvenær hafa svíar látið vaða yfir sig þegar trúin er annarsvegar? Ég er búinn að búa í Svíþjóð síðan 1981 og einu skiptin sem ég les niðrandi ummæli um múslima í Svíþjóð er þegar ég heimsæki íslensk vefsetur.

Dísa! Þú hefðir kannski átt að skilja fordómanna eftir heima á Íslandi áður en þú fluttir út því fólk sem aðhyllist múslimatrú er ekki verra en annað. Auðvitað finnst einn og annar Árni Johnsen, Atli Helgason (eða hvað þeir heita allir íslensku krimmarnir) í hópi múslima, en upp til hópa er þetta vel gert fólk.

Þorvaldur Geirsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 15:53

19 identicon

Já, eg gúgglaði aðeins um þeta og auðvitað var þetta ekkert mál.  Bara þverhausaskapr af vörðunum.  Td. var önnur í jogging buxum og að vísu bol með löngum ermum auk höfuðklúts. Eftirfarandi er fréttin er  undirréttur dæmdi þeim í óvil.

en av kvinnorna ansåg sig ha gjort det genom att bara barfota, klädda i joggingbyxor, långärmad t-tröja och huvudduk. Badvakten uppmanade henne att byta om till kortärmat.

Hin var í einhverju meira en maður hennar var með henni klæddur í sundföt

Hayal Eroglu var iklädd heltäckande kläder, men förklarade att det ändå inte var aktuellt att göra räddningsinsatser, dels för att hon har vattenfobi och dels för att hennes man var med och var omklädd för bad. http://www.dn.se/DNet/jsp/polopoly.jsp?d=147&a=625819

Bjarki (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 16:51

20 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Fjolmenning er kjaftadi

Alexander Kristófer Gústafsson, 29.1.2008 kl. 20:48

21 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Halldór Halldórsson og fleira herna eru til skammar did ytir a kugun og tortimingu mannrettinda med dessari undirgefni.

Tolerance is a crime when appyled to intolarance

Alexander Kristófer Gústafsson, 29.1.2008 kl. 20:50

22 Smámynd: The Jackal

Mér fannst þetta einmitt fáránlegt orð til að nota.

The Jackal, 31.1.2008 kl. 12:54

23 identicon

Ég get varla trúað sumum af þessum athugasemdum. Fólk sem ekki hefur búið meðal múslima og þekkir ekki til trúarinnar af öðru en þeir lesa og heyra í íslenskum fjölmiðlum eiga bara að halda kjafti. Ég bjó í Danmörku í nokkur ár í hverfi þar sem mikið er um múslima, upp til hópa er þetta indælt og vinnusamt fólk sem leggur mikla áherslu á góð tengsl við fjölskylduna. Haldiði að það séu ekki til kristnir menn sem kúga eiginkonur sínar? Það er ekki sanngjarnt að dæma 2 milljarða múslima út frá nokkrum ofsatrúarmönnum sem hafa gert slæma hluti. Mynduð þið kristnu menn vera sáttir við að vera dæmdir blóðþyrstir hálfvitar því George Bush er það og felur sig á bak við það að hann sér "A good christian"? Ég veit það líka fyrir víst að ótalmargar múslimskar konur velja sjálfar að bera slæðu til að fylgja trú sinni og eru stoltar af því. Af hverju getum við ekki sætt okkur við það að fólk sé ólíkt og leyft fólki að vera eins og það vill og trúa því sem það vill? Þetta eru pjúra fordómar og rasismi og ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur þegar ég les þessar athugasemdir, því að alltof margir Íslendingar tala um "þessa helvítis múslima" án þess að þekkja nokkuð til þeirra af eigin reynslu.

 Varð bara að koma minni skoðun frá mér því mér misbýður algjörlega þegar ég les þessi komment sem eru gengsósa af fordómum.  

Steinunn (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 16:17

24 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

PErsónulega er mér alveg sama þótt þér misbýður við þessum "fordómum" Steinun,svíþjóð hefur undirstrikað dauðadóm sinn með því að sýna kúgun umburðalyndi

Alexander Kristófer Gústafsson, 1.2.2008 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband