Er þetta frétt?

Ég stóð í þeirri góðu trú að það væri bara mjög algengt að unglingar væru ölvaðir á skólaböllum.  Svo verða þeir eldri, og þá hætta þeir að nenna að tala um það.
mbl.is Drukknir unglingar á skólaballi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var vel gengið úr skugga um sannleiksgildi þessarar fréttar ? eða greitt fyrir ? Þetta er hæpinn fréttamennska og tel ég að það sé skylda blaðamanna að forðast að falla í svona gryfjur sem hafa meiðandi áhrif á langtum fleiri einstaklinga þarna eru yfir 600 manns svertir á kostnað illa unninnar fréttar.

Petrína Rós Karlsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mér er alveg sama.  Alveg eru unglingar nógu leiðinlegir edrú, finnst mér.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.2.2008 kl. 13:02

3 identicon


Alveg sé ég þig fyrir mér sem gamla karlinn í fóstbræðrum sem vælir yfir öllu og hatar alla unglinga því hann náði aldrei að vera unglingur sjálfur. ALVEG

sigurgeir (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 13:30

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég hata ekki alla unglinga.  Bara suma, persónulega þá.  Ég náttúrlega náði aldrei að vera hópur af unglingum...

Ásgrímur Hartmannsson, 15.2.2008 kl. 13:34

5 identicon

Þér finnst allir unglingar leiðinlegir eins og þú segir. Jafnvel 15 ára frændi þinn eða frænka þvi þau eru svo leiðinleg. 

sigurgeir (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 13:41

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú hlýtur að vera unglingur.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.2.2008 kl. 13:52

7 identicon

Petrína, þessi frétt er væntanlega fengin úr skýrslum lögreglunnar. Þær hafa hingað til þótt hafa nógu áreiðanlegt sannleiksgildi. Það er frekar hlægilegt að halda að morgunblaðið þiggi greiðslu frá einhverjum menntaskólakrökkum til þess að koma óorði á skólaball. Fólk á almennt að vita betur en svo að dæma fjöldann út frá hegðum einstaklinga og fjölmiðlar eiga að geta gert ráð fyrir að almenningur sé nógu skynsamur til þess. Það á við um þetta eins og allar aðrar fréttir sem eru sagðar af fólki sem lendir upp á kant við lögregluna.

Þórunn (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 15:02

8 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Skiptir bara ekki máli, hvort fréttin er byggð á upplýsingum eða birtist í Mogganum eða DV. Skitir bara ekki máli.

Það sem er léleg fréttamennska er það að vera alltaf að slá sér upp á kostnað unglinga. Málið er að drukknir unglingar á skólaballi eru að öllu jöfnu mun prúðari en drukknar konur í saumaklúbb eða drukknir skrifstofumenn á Hallærisplani. Eða ölvaðir starfsmenn á plani í starfsmannaferð í Svíþjóð. 

Og þó. Ég man sjálfur eftir skólaböllum. Þar voru drukknir unglingar. Núna eru kannski venjulegir unglingar skakkir á skólaballi. Þá er víst orðið féttnæmt það sem áður var viðtekin venja, að vera fullur á skólaballi. 

Jón Halldór Guðmundsson, 16.2.2008 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband