15.2.2008 | 11:59
Ævintýralegur flótti
Hann braut sér leið út um gluggan á annarri hæð - sem er skotheldur, sprengjuheldur og jafnvel vatnsheldur, fór svo úr peysunni og sveiflaði henni yfir raflínu sem lá rétt hjá, og lét sig renna eftir henni yfir girðinguna og út í frelsið, þar sem kærasta hans beið hans í 1971 módel Mercury Cougar blæjubíl.
Þeta hefur verið svo töff.
Hættulegur strokufangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Greinilega er þessi búinn að horfa á of marga þætti með Prison Break.
Theplayer (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 12:09
Á Íslandi er enginn refsiauki fyrir strok. Var amk ekki þannig þegar ég strauk síðast. En ég leyfi mér stórlega að efast um sannleiksgildi fyrirsagnar mbl um að Anni sé hættulegur. Stórefast hreint um það.
Ronnie Biggs (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 12:10
Hehe, hann er bara hættulegur ef þú skuldar honum pening! ;)
En átti hann ekki að losna út í dag hvort sem er?
Alliat (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 12:15
Hef ekki séð einn einasta þátt af prison break. Sá einu sinni "the shawshank redemption", og ræmuna þarna þar sem gæinn var að stokkva yfir gaddavírinn á mótorhjóli. Það voru nazistar og slíkt.
Ásgrímur Hartmannsson, 15.2.2008 kl. 12:16
Er bara ekki málið að vakta áhaldaverslun Sindra Stáls og grípa hann glóðvolgann þegar hann kemur út með glænýja Dewalt borvél.
Þór Mýrdal (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 12:31
Mér finnst eiginlega frekar lúðalegt að strjúka af fangelsi frá littla hrauni.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 15.2.2008 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.