18.2.2008 | 12:57
Sennilega rétt, og hér er af hverju:
Undanfarið hafa verktakar verið að hrófla upp blokkum hér og þar, á lóðum sem þeir greiddu upp í topp - keyptu reyndar á uppsprengdu verði. Allt eru þetta mjög ljót hús, en engu að síður, ljót fasteign er líka fasteign.
Þeir fengu allir lán fyrir þessu, hjá.... BÖNKUNUM!
Og nú, þegar enginn vill kaupa þetta allt af þeim á enn uppsprengdara verði, þá líður ekki á löngu þar tiol þeir fara allir á hausinn, enda ekki fyrir mann sem ekki hefur stofnað Hafskip nokkurntíma á ævinni að greiða af þessum lánum.
Þannig að bankarnir eignast þetta allt. Og þetta er allt peningur, sem hægt er að innleysa með því að selja fólki á viðráðanlegu verði. Þannig græða bankarnir aftur upp allt tapið af smá verðfalli á fasteignum.
Og svo getiði rétt ímyndað ykkur hvað varð um öll þessi hlutabrét sem voru keypt á lánum. Hver á þau nú?
Bankarnir standa vel, trúi ég.
Jón Ásgeir telur bankana ekki illa stadda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.