6.3.2008 | 01:06
Jeppi á fjalli
Þetta er eins og hugmynd að grínmynd: Íslenski herinn er sendur til Afganistan, vopnaður felgulyklunum af upphækkuðu Landcrúserunum sínum, til að spjalla við menn sem selja mottur og gaurana sem sáopa sand af flugvellinum.
Hámark sögunnar er þegar einhver hendir handsprengju sem virkar ekki í þá, og það kemst í fréttirnar, með þeim augljósu afleiðingum að fréttateymi RÚV & Stöðvar 2 eru send á staðinn - og verða promptly fyrir skotum úr vopmun sem virka.
***
Ég bara veit að ég þarf að punga út fyrir þessu kjaftæði. Það er EKKERT í afganistan sem ég hef áhuga á. Og ekki er ég í stuði til að borga fyrir að senda einhverjum talibönum skotmörk.
Þetta eru bara stælar.
Ekki einusinni vopnað lið...
Sko: her er her. Gæinn sem flýgur C-17 rellunni er líka herinn, þó hann sé kannski ekki með hólk.
Íslenskir friðargæsluliðar sendir til Afganistans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.