Annar BMW útaf.

"The ultimate driving machine," stendur í auglýsingunni.

Gefum okkur eitt augnablik að það sé rétt.  Hvaða lið er það þá sem kaupir og ekur um á þessu?  BMW virðist a.m.k ekki mikið tolla á veginum.

Bíllinn eða ökumennirnir?

Ég átti einusinni Dodge Aries, sem var svar bandaríkjamanna við Lödu.  Sá bíll tolldi á veginum sama hvað ég gerði.  Afhverju er ekki hægt að fá bimmer til að gera það sama? 


mbl.is Bíll í Reykjavíkurtjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Skoda... það var hægt að laga þá með hamri og smá teip.  Þá var lítið mál fyrir einn mann að ýta þeim í gang.  Ekki lengur samt.  En það þarf sjaldnar að laga þá.  Eða ýta þeim.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.3.2008 kl. 23:18

2 identicon

Ég er einn af þessum sem kaupir og ekur BMW, á tvo(einn 1994 730I og annan 730IA 89') þeir eru báðir á low profile, Breiðum sumardekkjum og ég hef ekki farið útaf veginum hingað til.. held að þetta séu bara ökumennirnir, og það er bara draumur að keyra þessu ;)

Aðalsteinn (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 23:19

3 identicon

þetta er útaf ungum strákum oftast sem láta eins og fífl en þó er skárra að lenda í slysi í bmw heldur en á Yaris !

lalli (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 23:25

4 identicon

Já, ég treysti bmw mest af því sem ég hef keyrt :P ég hef þó ekki mikla reynslu er nú bara á 18 ári.

Aðalsteinn (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 23:27

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Low profile?  Er það ekki svolítið eins og að sitja í beltagröfu þá?  Notaðu almennileg dekk maður.

Ég er ekki BMW maður.  Ég vil hafa smá mýkt í þessu.  Ég kæri mig ekkert um að vita af hverju einasta grjóni á veginum.

Sauðurinn í tjörninni hefði örugglega einhvernvegin náð að klessa Yaris líka.  Bara á öðrum stað og öðru vísi. 

Ásgrímur Hartmannsson, 6.3.2008 kl. 23:51

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég var með sóluð dekk frá vöku á Dodge Aries, og hann hékk á öllum yfirborðum.  Gat tekið vinkilbeygju á 60, og bíllinn bara fór þangað án þess að mögla.  Svo var ég á Cherokee á sléttum sumardekkjum í 4 ár án vandræða.  Gat spólað samfellt 4 metra á þeim bíl á þurru.  Fór minnst af stað á blautu.  Gott stöff.

Þessi gæi í tjörninni... ja hérna. 

Ásgrímur Hartmannsson, 7.3.2008 kl. 01:38

7 identicon

mér sýnist þetta vera m5 og það þarf ekki mikið til að missa stjórn á þeim á íslandi SKILST mér.. ég er ekki að tala af reynslu en erum að ræða um 400 hestafla bíl, í kanski smá hálku. smá inngjöf og hann spólar

Ólafur F. Ó. (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 08:03

8 identicon

Þetta er M3 og það er ekkert mál að keyra þessa bíla ef þú KANNT að keyra, og þessir bílar eru alls ekkert verri en hverjir aðrir í hálku, það eina sem þú þarft að muna er að hann er afturhjóladrifinn. Og í guðanna bænum hættið nú þessari umræðu um að BMW séu dauðgildrur og þessháttar, ég skal alveg viðurkenna það að það eru fífl sem kaupa þessa bíla og þykjast geta sigrað heiminn og valda slysum, en þið verðið að átta ykkur á því að það er nóg af öðrum bílategundum sem lenda í nákvæmlega eins slysum (reyndar kannski ekki eins og þessu) en þeir komast ekki í fréttirnar af því að þeir eru ekki BMW eða Benz.

Án þess að ég viti það, en þá tel ég að þarna hafi verið einstaklingur sem er nýkominn með bílpróf og veit ekki hvruslags tæki hann er með í höndunum og má þakka fyrir að hafa ekki valdið slysum á fólki. En það var ökumaðurinn sjálfur sem olli slysinu EKKI BÍLLINN.

Sigga (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 08:43

9 identicon

Ásgrímur H. þú hefur augljóslega aldrei sest undir stýri í 340 hestafla tæki með splittuðu afturdrifi. Það þarf ekki mikið til þess að missa stjórn ef maður er ekki að aka miðað við aðstæður, sama hvernig bíl maður er á. Það er bara meiri möguleiki á svona M3.

 Hvað varðar low profile, ég er með 2 bíla heima. 1 BMW á 17" low profile vetrardekkjum og einn Subaru á 16" belgjum. BMW-inn hefur mikið.. mikið betra grip á veginum. Plúsinn við Subaru-inn er fjórhjóladrifið svo hann drífur mikið meira í snjónum.

Denni (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 10:50

10 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég hef ekkert efni á 340 hestafla tryllitæki.  Né aðstöðu til að nota svoleiðis, þetta er Afríka... ég meina Ísland, hér er ekkert vegakerfi.  Nema Ártúnsbrekkan, og dauðasveitir Björns B koma á eftir manni ef maður notar hana.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.3.2008 kl. 12:28

11 Smámynd: Einar Steinsson

BMW eru hörku akstursbílar en þeir og umfjöllunin um þá líður fyrir það að stór hópur af kaupendunum hefur alltof mikið af peningum en ökumannshæfileika í öfugu hlutfalli við það.

Og það að bíllinn sé yfir 300hp, afturdrifinn og læst drif er engin afsökun fyrir að lenda úti í Tjörn. Það er bara aulaskapur. Afturdrifnir bílar eru í eðli sínu með miklu betri aksturseiginleika heldur en framdrifnir bílar, það er engin tilviljun að nánast allir alvöru sportbílar og kappakstursbílar (nema þar sem keppt er á ákveðnum tegundum bíla) eru afturdrifnir.

Einar Steinsson, 7.3.2008 kl. 14:37

12 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Menn eru svolítið farnir að segja sama hlutinn aftur og aftur.

Eitt: framdrif er fyrir snjó.  Og torfærur.  Og innra rými.  (sem er viljandi klúðrað með því að hafa þennan fjandans stokk með skiftingunni milli sætanna.  Af hverju?) 

Ásgrímur Hartmannsson, 7.3.2008 kl. 22:19

13 Smámynd: argur

Það er ótrúlegt Ásgrímur hversu viljugur þú ert að flagga fáfræði þinni um bifreiðar og akstur þeirra.

argur, 8.3.2008 kl. 04:09

14 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Enga öfund, þó ég sé augljóslega snillingur en þú ekki.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.3.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband