11.3.2008 | 22:46
Hvað er "Íslensk aðferð?"
Ég þekki íslensku aðferðina við bankarán: að taka stórt lán og eyða því öllu svo það fellur á Ríkið. Það fór úr tízku við einkavæðinguna, sýnist mér. Þá var Íslenska aðferðin við bankarekstur að láta Ríkið reka þá. Þá skiluði bankarnir töluvert minni arði en nú.
Svo er kennitöluflakkið vinsælt enn - held ég.
Sumir áttu til að taka lán í ábyrgð barna, foreldra, kunningja og slíkra, og settu þá á hausinn í staðinn.
Einusinni var gífurleg verðbólga en engin verðtrygging, þá var vinsælt að taka lán og kaupa ísskáp. Svo var krónan felld daginn eftir og lánið orðið afar viðráðanlegt.
Það eru margar Íslenskar aðferðir.
![]() |
Beittu ekki íslenskri aðferð" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Ég held að hann sé að tala um að það er ekki til íslenskt efnahagsundur og að aðrar þjóðir velti fyrir sér hvaðan " íslenska gullið" sem notað hefur verið í fjárfestingar komi. Hinum þjóðunum finnst við eiga of litlar auðlindir og vera of fámenn til þess að það sé mögulegt að við stöndum undir fjárfestingunum. Þannig að útrásin er fjármögnuð með .... stórskuldugum einstaklingum á yfirdráttarvöxtum?
KátaLína (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 23:13
Þannig var Donald Trump fjármagnaður.
Þetta var ekkert undur. Öll fyrirtæki sem losna undan oki Ríkisins gera þetta sama. Bankarnir eru bara peningafyrirtæki, svo þegar þau blómstra koma: peningar.
Þetta var bara eðlilegt.
Ásgrímur Hartmannsson, 12.3.2008 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.