Sérsveitin er ofnotuð, grunar mig.

Mig grunar að þetta mál hafi byrjað sem smá rifrildi, en verið magnað óþarflega upp af þeim sem stóðu af því vegna ölvunar amk annars aðilans.

Það hefði nægt að kalla til venjulegu lögregluna, koma krökkunum í gistingu hjá vinum og ættingjum og bíða meðan maðurinn svæfi þetta úr sér.

Það virkar einhvernvegin mannlegra.  


mbl.is Lokaði sig inni með haglabyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ég þekki þennan mann og ef ég þekki hann rétt er hann ekki drykkfelldur og ekki er hægt að láta svona lagað út úr sér, hann á einfaldlega erfitt og þarf hjálp

Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.3.2008 kl. 00:35

2 identicon

viltu vinsamlegast taka þetta fáránlega blogg þitt eða hvað sem þú vilt kalla þetta út!... ég meina þetta er pabbi BESTUSTU vinkonu minnar ;O!!!! og hann er bara alvarlega þunglyndur og ég veit allt afhverju þetta skeði eg veit allt sem skeði i husinu, það var ekkert sambandi við rifrildi eða afengi !!... sumt folk eru svo miklir haflvita!!

... (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 00:38

3 identicon

Það borgar sig að taka enga sénsa, þarna var vopnaður maður og þetta hefði getað endað illa.

Steini (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 00:52

4 identicon

Þú værir talandi um hversu lítið við notuðum sérsveitina ef þessi veiki maður hefði skotið á einhvern.. eins og Steini sagði, það borgar sig að taka enga sénsa.

Reynir Ver (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 01:05

5 identicon

Það skiptir engu um hvað deilan var. Það var óskað eftir lögregluaðstoð, og þarna var skotvopn í spilinu. Þá er sérsveitin kölluð til, af öryggisástæðum.

Gulli (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 01:27

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Flest almennileg rifrildi sem ég hef séð hafa verið knúin áfram af ölvun.  Bara mín reynzla.  Þau virðast verða lang-öflugust ef bara annar aðilinn er ölvaður.

Mér finnst blessaður maðurinn bara virka eitthvað svo meinleysislega.  Ég sé ekki hvernig það hjálpaði að nota sérsveitina.

Það hefði nægt að forða bara fólki, svona til öryggis, og reyna svo að ná sambandi við hann, rólega.

Ég meina, það voru engir gíslar í spilinu eða neitt svoleiðis. 

Óþarfi að móðgast.  (Hvernig var þessi texti eiginlega móðgandi?)

Ásgrímur Hartmannsson, 14.3.2008 kl. 02:11

7 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Það er enginn að móðgast hérna þetta er fjölskyldu harmleikur og að vera að tala um ölvun á allavega öðrum aðilanum er náttúrulega bara ekki rétt. Það á ekki að búa til eitthvað í kring um eitthvað sem að maður veit ekkert um.

Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.3.2008 kl. 02:20

8 identicon

Sérsveitin er þjálfuð fyrir svona aðstæður. Í þessu tilviki tókst þeim sem betur fer að tala manninn til og ekkert alvarlegt skeði, en notkun sérsveitarinnar er ekki samheiti fyrir skothríð og meiðingar. Það borgar sig að fara mjög varlega í svona aðstæður, því mistök geta alltaf átt sér stað og það þýðir ekki að taka sénsa þegar mannslíf eru í húfi.

 Ef það þyrfti t.d. að afvopna manninn, þá gæti allt farið út í bál og brand - það gæti verið hugsanlegt að skot myndi hleypast af og eitthver stórslasast. Við erum með sérsveit og það borgar sig að nota hana þegar við þurfum á henni að halda.

Steini (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 02:21

9 identicon

Allur er varinn góður þegar skotvopn eiga í hlut. Hvað ef hann hefði misst stjórn á sér og hleypt skoti af ? Viltu þá kalla út sérsveitina, er það ekki dálítið of seint. Og ertu viss um að þú yrðir sáttur við sérsveitina ef hún færi nú bara að meta hversu meinleysislegir menn eru hverju sinni.

AndriR (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 02:26

10 identicon

Ekkert voða sniðugt að hafa óvopnaða götulöggu sem hefur enga þjálfun í samningaviðræðum að tala við gæja í annarlegu ástandi með haglabyssu... að sjálfsögðu á að kalla til þá sem eru í stakk búnir að höndla ástandið. Í þessum tilfellum er einnig búist við því versta.

Þór (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 11:27

11 identicon

Já já Hugsaðu aðeins eða er bara grautur þarna inni í hausnum á þér maðurinn er vopnaður haglabyssu hann læsir sig inni á salerni og hótar að skaða sig. Hvaða tryggingu hefur almenna löggan fyrir því að hann skjóti þá ekki kallinn er gufu ruglaður sökum ölvunar og athyglissjúkur með frethólk í fanginu löggan kenndi honum bara það haglarar eru ekki leikföng

Löggimann (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 11:30

12 identicon

síðast þegar ég vissi var eitthverskonar skilda að kalla fram sérsveitina þegar skotvopn er í málinu,

ég meina, lögreglan má ekki hafa skotvopn, það var rétt að mínu mati að kalla fram sérsveitina vegna þess að það vissi enginn hvort að þessi maður myndi skjóta á eitthvern eða ekki.

ólöf ýr friðriksdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 14:23

13 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef það er skylda, þá er útskýring á þessu - en einhvernvegin sýnist mér ekki flott move svona sálfræðilega að senda fjöldann allan af terroristalega útlítandi mönnum fyrst á vetvang.

Það er auðveldara að tala niður menn sem finnst sér ekki ógnað.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.3.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband