Frá 1970-

hefur fólki fjölgað gífurlega á landinu.  Hvað vorui Íslendingar margir þá?  220.000?  Færri?  Nú eru 300.000+ manns á landinu, og miklu fleiri bílar.  Svo ef það fórust 30 í umferðinni þá, og 30 árið 2006, þá er það hlutfallsleg fækkun.

Árið 1970 var ekkert óalgengt að það spryngju dekk hjá manni nokkrum sinnum yfir árið.  Ekki var hægt að komast frá RKV til AEY án þess að hafa minnst eitt varadekk, svo rammt kvað að þessu.

Einnig gat verið gott að hafa varahluti og verkfæri í skottinu, skiftu þar viftureimar mestu.  Svo komust bílarnir sjaldan hraðar en 100 km/h, og það ekki nema þeir væru þandir til hins ítrasta.  Sumir áttu náttúrlega Chevy eða Mercury eða Olds eða Plymouth, og gátu náð allt að 150.  Og komust hálfa leið til AEY án þess að bila.

Árið 1970 voru ekkert öryggisbelti í öllum bílum.  Eða ABS.

***

Það sem mér finnst grunsamlegast við þetta er samt skuggaleg fjölgun slysa.  Á milli ára, meina ég.  Hvað veldur?  Eitthvað er ekki rétt. 


mbl.is Fleiri alvarleg umferðarslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þessi fjölgun alvarlegra umferðarslysa hefur aukist í réttu hlutfalli við fjölgun útlendinga í landinu. Og fjölgun bíla. Og fjölgun útvarpsstöðva. Og fjölgun gsm síma. Og svo er útbreiðsla tölvuleikja á borð við Need for Speed?

Jón Halldór Guðmundsson, 17.3.2008 kl. 08:36

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þá er lagg á fylgninni.  Því fjölgun slysa fylgdi fækkun banaslysa - sem er mjög skrýtið.

Kannski passar fólk sig betur þegar þa er að glannast?

Ásgrímur Hartmannsson, 17.3.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband