Chicago...

Á tímum bannáranna var undir stjórn mafíunnar.  Það var talið ótækt, enda rukkaði mafían menn um árgjald gegn því að fyrirtæki þeirra yrðu ekki fyrir "smá óhappi."

En að öllu leiti var allt með kyrrum kjörum.

En fólkið klagaði í Ríkið, og Ríkið kom og fældi loks mest áberandi mafíósana burt, og fjölgaði ó lögreglunni til að hafa eftirlit með þeim.  Til að borga fyrir það voru skattarnir hækkaðir.

En nú var engin mafía til að halda aftur af smákrimmum, svo þeir óðu uppi.  Þar sem menn höfðu áður fyrr verið teknir og fótbrotnir fyrir að skemma þennan fína racket fyrir mafíunni, (og þeir þekktu þessa smákrimma alla persónulega) þá var nú ekkert sem stoppaði þá lengurtil að ræna fólk úti á götu - ef löggan leit í hina áttina á meðan. 

Svo nú var fólk farið að borga umtalsvert meira í skatt til Ríkisins en það hafði á'ður greitt mafíunni, og fyrir peninginn hafði það fengið verra ástand en áður. 


mbl.is Glæpasamtök stöðvuðu uppþot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband