Verðbólga. Mig grunaði þetta.

Mig grunar sterklega að þetta sé rétt athugað hjá manninum.  Þetta verður ekki lækkun í krónutölu, heldur er þetta lækkun að raunvirði, sem sagt, verðólga.  Hús sem kostar nú 40 millur, og enginn hefur efni á að kaupa mun eftir 2-3 ár ennþá kosta 40 milur, en þá fara 2-5 aðilar að hugsa út í að kaupa, enda að núvirði komið í 32 millur.

30% lækkun gerir þá væntanlega ráð fyrir flottri verðbólgu, 12-15% á ári, sem mér finnst líka hjóma nokkurnvegin rétt - þó ég persónulega sé að bíða eftir 20% verðbólgu.

(Ekki fara að ýta strámönnum fram og aftur strax, ég sagði "bíða", hvaða part af því skilur þú ekki?)

Þetta er alveg fullkomlega eðlileg þróun.  Það kostar X mikið að smíða húsnæðið, nú er verðið á því X+Y, á næstu 2 árum segir Dabbi að verðið muni lækka aftur niður í X.  Vandamál?  Bara ef þú yfirbauðst í húsið.  Hvað varst þú að hugsa?

Svo er offramboð á húsnæði.  Það er engin sérstök leitun að tómum blokkum, til dæmis í hvörfunum.  Svo er gámasvæðið, það er laust til kaups, sýnist mér.  Verst að húsin þar eru ... niðurdrepandi ljót.

Svo við höfum hús á yfirverði, sem eru ekki nægir kaupendur að, reyndar er það svo að það hafa orðið ekkert allir efni á jafnvel því sem núorðið þykir ódýrt húsnæði, svo bætist við að bankarnir eru orðnir mjög tregir við að lána, og Ríkið er að spökúlera í að taka kannski stimpilgjaldið af - en bara ef þú ert að kaupa fyrstu eign, ég veit ekki af hverju reglan þarf að vera svo flókin.  Svo fólk bíður þess að það gerist.

Allt þeta myndi að öllu eðlilegu miða að mikilli lækkun á húsnæðisverði. 

Lóðir þurfa líka að lækka.  Sérstaklega þær sem verða ekki einkaeign á eftir, því þær lóðir eru á 100% of háu verði.  Pælið í því: það er eins og að þurfa að punga út 15 milljónum fyrir að fá að leigja í 3 milljóna kjallara að borga 20 millur fyrir lóð sem er svo eign bæjarins.

30%?  Hljómar alveg rétt. 


mbl.is Alvarleg staða efnahagsmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef húsnæðisverð lækkar þá lækkar verðbólgan ef verðið lækkar um 30% að þá verður væntanlega verðhjöðnun og lánin okkar lækka, gott að hafa húsnæðisverðið inní verðbólguútreikningum. Ef verðbólga minnkar þá lækka vextirnir þetta er alveg rökrétt hjá Davíð að setja þetta fram.

Óðinn Gestsson (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 13:19

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

En það er nú málið.  Meðan Krónutalan, hinar 40 millur sem kofi fyrir ofan snjólínu kostar, halda áfram að vera 40 millur, á meðan allt annað, kók, hamborgarar og franskar hækka, þá kemur fram raun-lækkun.

Þetta er alveg rétt hjá Davíð kallinum, en það mun bara enginn taka eftir þessu með þvi að lesa fasteignadálkinn.

Það er þó annað - ef húsnæðið hækkar EKKI, þá er eins víst að verðbólga verði minni - því það er svo helvíti stór hluti af verðbólgu.  Sem sennilega heldur verðbólgunni í þessum 12-15%, en ekki 20 eins og ég spái.

Þetta meikar allt sens, tekið saman. 

Ásgrímur Hartmannsson, 11.4.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband