Til þess að það megi verða þarf að virkja

Skoðum þetta aðeins: 

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld, að ríkisstjórnin muni á næstu árum beita sér fyrir frekari þróun orkugjafa sem geta komið í stað jarðefnaeldsneytis

Hvað?  Kjarnorka?  Allt í lagi, það er hægt.  Og það er til.  Og það þarf ekkert að þróa það.  Metanól?  Það er miklu betra en etanól, enda þarf það miklu minni orku, en það er líka þekkt og til.  Jurtaolíu?  Þekkt og til.  Hvað meinar maðurinn?  Ætlast hann til að við förum að þróa samrunaorkuver?

Össur sagði að stjórnvöld Íslendingar ættu nú að gera klárt fyrir orkuskipti á bíla- og bátaflotanum

Framkvæmanlegt, en ég held að Ríkið muni systematískt klúðra því - óviljandi, með heimsku.  Ef ég þekki þá rétt. 

... og byggja fjölorkustöðvar á helstu þéttbýlisstöðum 

Nýyrði dagsins! 

þar sem hægt væri að fá rafmagn, vetni, etanól og metanól.

Gleymið etanólinu.  Það er bull.  Búið til metanól.  Það er miklu ódýrara.  Kostar samt vel 150 kall lítrinn, svo það má nú ekki leggja mikinn skatt á það stöff.

Þannig yrðu Íslendingar tilbúnir til að taka við nýrri kynslóð nýorkubíla þegar fjöldaframleiðsla á þeim hæfist og það væri skammt í það. 

Nýorkubílar?  Sko, það er ekkert nýtt við neitt af þessum orkugjöfum, nema að sjálfsögðu miðað við aldur sólkerfisins.  

Þá sagði Össur að nýja atvinnulífið sé framtíðin.

Gamla atvinnulífið er fortíðin!  Ferðumst til hreyfingar!  Höldum fram á við áfram beint af augum!  Nútíðin er NÚNA!  Bull.

Ríkisstjórnin hefði lagt mikla áherslu á að bæta starfsumhverfi sprotafyrirtækjanna, sem væru mjólkurkýr morgundagsins.

En hvernig? 

Í dag hefði m.a. verið gengið frá samstarfi við Nýsköpunarsjóð um sérstaka liðveislu við markaðssetningu nýrrar vöru.

Hverju voru þeir að láta svindla inná sig núna? 

Á morgun yrði tilkynnt um stofnun 4,6 milljarða króna samlagssjóðs stjórnvalda, Nýsköpunarsjóðs, banka og lífeyrissjóða til að ýta undir fjárfestingar í sprotafyrirtækjum. 

Ha?  Hann hefur aldrei heyrt talað um lassaiz faire, er það? 

„Þetta er nýja atvinnulífið," sagði Össur.

Össur hræðir mig stundum. 


mbl.is Íslendingar eiga að gera klárt fyrir orkuskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það er þetta með nýja atvinnulífið,  er það ekki nokkuð góður frasi?

Jón Halldór Guðmundsson, 28.5.2008 kl. 00:55

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

En hvað er svo nýtt við það?

Ásgrímur Hartmannsson, 29.5.2008 kl. 00:12

3 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Það sem er nýtt við það er að Össur var að fatta að það sé til, þ.e það varð til þegar hann og hans skoðanabræður fengu ekki að skipta sér af því. Ahhh hið stórkostlega yndislega sjálfsprottna skipulag hagkerfisins, ekkert er betra. Samfylkingin er loksins farin að skilja það, VG eru ennþá fastir í moldarkofum, ræktandi fjallagrös. 

Sigurður Karl Lúðvíksson, 7.6.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband