Þurfum við að heyra um ÖLL morð í London?

Eða Englandi?

Ekki man ég eftir í fljótheitum að hafa heyrt um nein morð í Noregi.  Nú er Noregur miklu nær okkur, og þar eru örugglega ekki framin neitt færri morð en á Englandi.  Nema þeir séu allir svo þunglyndir að þeir nenni ekki að myrða hvorn annan heldur einbeiti sér að sjálfum sér. 


mbl.is 15 ára stúlka stungin til bana í lyftu í London
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég bý í london og les fréttirnar meira á íslensku vefunum heldur en þeim ensku, bara vani, og það er ágætt að vera minntur á hvurslags samfélagi maður býr í bæði hér og heima. En vissulega skil ég þína hlið að nenna ekki að lesa þetta :)

Heiðdís Austfjörð (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 20:05

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta bara segir ekkert um samfélagið.  Þeir gætu allt eins mælt hve margar holur þarf til að fylla Albert Hall.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.6.2008 kl. 20:08

3 identicon

Noreigur er ekkert miklu nær okkur, ég mældi það á google earth, og það er styttra til bretlands. :D

Rafn Steingrímsson (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 20:12

4 identicon

og þá haldið áfram að tala um hverjir ætla að flytja úr landi og hverjir ekki, (þá er ég væntanlega að tala um guðjón bergmann) af því að það skiptir svo miklu máli?

við fáum bara fréttir héðan og þaðan alls staðar að úr heiminum og verðum við ekki bara að sætta okkur við það þangað til við verðum blaðamenn sjálf og gerum eitthvað í þessu ef það er svona bráðnauðsynlegt?

 margar hverjar fréttir segja jú víst mikið til um samfélagið, hvað annað?

Heiðdís Austfjörð (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 21:41

5 identicon

þannig að við ættum bara að spá í því sem er að gerast sem næst okkur? skiptir hitt engu máli?

það er ekki eins og að þú neiðist til að lesa ALLAR fréttirnar á mbl svo að þú getur alltaf bara farið eitthvað annað..

síðan hef ég aldrei heyrt um morðárás sem á sér stað í lyftu áður svo að þetta er þannig séð nýtt fyrir mér og fleirum líka, þessvegna er verið að tala um þetta.. og einnig vegna þess að öll morð skipta miklu máli, þó svo að það gerist ekki í næsta húsi við þig..

Jenni (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 01:45

6 identicon

... og jú þetta segir nefnilega hvernig samfélagi við búum í

ef að maður væri skotinn til bana í bónus á laugarveginum þá mundi það segja ansi mikið um samfélagið 

Jenni (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 01:47

7 identicon

Nei, það segir mikið um manninn sem að skýtur, kannski eitthvað um manninn sem er skotinn. En það segir lítið sem ekkert um samfélagið.

Hinsvegar faraldur skotárása í bónusverslunum gætu sagt eitthvað til um samfélagið. 

Helgi (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 09:00

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Helgi hér er að fatta þetta.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.6.2008 kl. 11:00

9 identicon

fólkið á landinu myndar samfélagið sem við búum í.. ef að einhver gerist sekur um morð þá bitnar það að sjálfsögðu á samfélaginu

Jenni (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:07

10 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ekki dæma allt samfélagið út frá einhverjum einum.  Hugsaðu þér bara, Steingrímur Njálson er Íslendingur, það gefur samt ekki til kynna að allt samfélagið sé pedófílskt.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.6.2008 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband