17.6.2008 | 18:51
Ætla allir að gera okkur að athlægi?
Þessi Danski gúrú var ekki meiri gúrú en svo að honum tókst ekki einusinni að gera björninn pínu syfjaðan.
Var hann ekki sérþjálfaður? Ég hefði vel geta svæft þennan björn. Bara skotið nokkrum svona deyfi-pílum í hann og keyrt burt á fjórhjóli.
Það er mjög erfitt að overdósa á svefnlyfjum.
Samansafn af fíflum. Geta ekki einusinni fangað ísbjörn.
Ísbjörninn að Hrauni dauður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Af hverju sagðiru það ekki strax?
Þá hefðu þeir nú varla hikað við að sleppa því að fá þennan dana og fengið þig til að gera þetta, fyrst þetta er ekki neitt vandamál
Björn (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 18:56
Þú ert greinilega aðalmaðurinn og kall í krapinu. Geturðu ekki leyst efnahagsástandið, fundið lækningu við alnæmi og bætt ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem þú virðist greinilega vita hvað þú ert að segja?
Guðmundur H (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 18:59
Já hvar varst þú þegar við þurftum á þér að halda. En eins og ég sagði... shit happens....
Birna M, 17.6.2008 kl. 19:00
Bara að láta bjössa lesa þennan pistil þinn og hann hefði sofnað eins og skot
Ingólfur, 17.6.2008 kl. 19:05
...næ ekki fyrirsögninni hjá þér.....snýrðu ekki einhverju á haus þar????
Haraldur Bjarnason, 17.6.2008 kl. 19:28
Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það svona hálvita besservissa fólk eins og þú kæri pistlahöfundur.
Ef einhver er fífl þá ert það þú að halda það að þú hafir geta gert eitthvað meira og betra en þessi ágæti danski dýralæknir.
Blessaður vertu haltu áfram að gera þig að fífli okkur hinum til mestu skemmtunar.
Kær kveðja
Einar
Einar (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 19:48
Halló ... gott fólk þótt Ásgrímur taki stórt upp í sig er alger óþarfi að gera lítið úr honum - það er víst nóg að löggan er búin að gera Íslendinga að erkifíflum enn og aftur. Á svæðinu var bæði varðskip og þyrla og svo reyna þeir að ljúga að fólki að ekki hafi verið hægt að fylgjast með dýrinu ef það kæmist í sjóinn. Ef þið pælið aðein í dæminu þá þarf enga snilli til að koma svefnlyfi í bangsa og í raun óþarfi að flytja inn útlendinga til þess. Ætli Danskurinn hafi ekki meira svona fylgt með búrinu og það sé ástæðan fyrir veru hans hér.
Það er annars skondið að í fyrra skiptið þegar Þórunn umhverfisráðherra kom beint að málinu þá leið ekki á löngu áður en bangsi var skotinn. Núna var Björgvin G. settur umhverfisráðherra og Þórunn víðs fjarri í útlöndum - og viti menn: Mjög röggsamlega var tekið á málunum! ... en svo kom Þórunn til landsins og tók aftur við ráðherradómi sínum og BANG ... bangsi dauður!
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 19:56
Annars skil ég ekki af hverju þurfti að fá einhvern sérstakan kassa fyrir þetta , þetta var bara venjulegur kassi úr járni og tré.
Getur einhver útskýrt af hverju við þurtum svona kassa eða ekki eitthvað annað , t.d. 20 feta gám( lítill gámur) eða eitthvað , bara nota helv.. hugmyndaflugið.
Af hverju er svona gífurlega flókið að framkvæma þetta .
og ef við eigum ekki svona kassa þá ættum við að taka þennan kassa af dananum til að eiga fyrir næsta ísbjörn .Hann skuldar okkur einn svona ísbjarnarkassa því hann klúðraði þessu.
því ísbirnir eru greinilega fyrir það að fara suður á bógin þessa dagana. Þeir þola nefnilega ekki kuldann lengur . búnir að fá nóg af honum.
Globar warming hvað.... ætti ísbjörninn ekki að fara lengra norður heldur en suður til íslands frá norðurheimkynnum sínum .
hilsen
jonas (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 20:13
Ja hérna hér ...
Rosalega er alltaf jafn mikið af gáfufólki hér.
AF HVERJU Í ANDSKOTANUMM TAKIÐ ÞIÐ EKKI MÁLIN Í YKKAR HENDUR FYRST AÐ ÞIÐ ERUÐ SVO KLÁR. Þetta er til allra þeirra sem þetta eiga.
Björninn varð að vega punktur, og hættið svo þessu andskotans væli.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 21:35
Þessi danski snillingur var ekki sérþjálfaðri en svo að hann náði ekki að svo mikið sem dasa björninn.
Þetta eru ekki mikil vísindi: þetta gerðist á sléttlendi, þar sem hægt var að notast við fjórhjól.
Fjórhjól nær auðveldlega 50 kmh. Ísbjörn nær svona 40.
Svefnlyf eru ekki sérlega banvæn - það hefði alveg verið safe að dæla þreföldum skammti í dýrið. Tvisvar. Það eina sem hefði gerst er að dýrið hefði sofið í viku. Á meðan hefði verið létt verk að binda kvikyndið og skella því í skottið.
Þetta er einfalt. Ekki ímynda ykkur eitt augnablik að þetta sé eitthvað flókið.
Ásgrímur Hartmannsson, 18.6.2008 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.