13.8.2008 | 11:44
Áður en við förum að kasta grjóti úr glerhúsi:
"Kristinn Sigurjónsson þurfti að dúsa í fangageymslum í Bandaríkjunum í fimmtán daga áður en hann var leiddur fyrir dómara. Hann er sakaður um að hafa stundað þar vinnu án tilskilinna leyfa. "
Hvað gerum við við ólöglega innflytjendur? Reyndar, hvað gerum við við sumt fólk? Í Hafskipsmálinu var nokkrum mönnum stungið inn í mánuð án þess að þeim væri tilkynnt fyrir hvað.
"Mér finnst að þessa meðferð megi nánast kalla pyntingar, segir Kristinn, en í þessa fimmtán daga fékk hann nánast ekkert að hringja, né hjálp til að lina nikótínfíkn sína. Hann þurfti að sofa í rúmi sem olli honum miklum verkjum, en fékk ekki verkjalyf er hann bað um þau. Þá segist hann hafa verið sleginn af lögreglumanni fyrir það eitt að biðja um túlk."
You're in the jailhouse now...
Hann fékk að hringja öðru hvoru? Vá... Ég sé þennan gæja fyrir mér í anda, nöldrandi um að fá tóbak og verkjalyf. Allan sólarhringinn því hann sefur ekkert á þessum bedda.
"Hann játaði á sig brotið að eigin sögn til þess eins að sleppa úr haldi, en honum var sleppt gegn því að fara úr landi. Ég hefði játað á mig morðið á Kennedy fyrir að vera sleppt, segir Kristinn og hlær."
Hann hefði átt að steinhalda kjafti frá upphafi. Þannig vinnur kerfið. Bara segja: "Non Habla the tungumál," og grjóthalda kjafti.
Já. En hvað gerum við? Við förum með fólk alveg eins, nema það séu voða krúttlegar einstæðar mæður frá stríðshrjáðum löndum.
Í fangelsi fyrir hjálpsemina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.